Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 93
[vaka]
.[. S. OG ÞINCVALLAFUNDURINN 1873.
87
umræðum, og er kosinn hafði verið fundarstjóri, var
tekið fyrir stjórnarbótarmálið og kosin í það 9 manna
nefnd. Eftir sólarhring skilaði hún áliti sínu. Hún
hafði samið*frumvarp til stjórnarskrár i 10 greinum, og
hljóðaði 1. gr. svo: „ísland er frjálst þjóðfélag út af fyrir
sig og stendur í þvi einu sambandi við Dani, að það lýtur
hinum sama konungi og þeir“. í 2. gr., um skiftingu
þjóðfélagsvaldsins (orðið ríki kemur ekki fyrir í frum-
varpinu), var ákveðið, að þau lagafrumvörp skyldu
verða að lögum, sem samþykkt hefðu verið óbreytt á
3 alþinguin, hverju eftir annað, þótt konungur hefði
ekki veitt þeim samþykki sitt. Greinin byrjar þannig:
„Island hefir lögbundna konungsstjórn i öllum íslenzk-
um málum“. í 5. gr. stendur að konungur skuli halda
(hér) jarl, er reki erindi hans og hafi ábyrgð fyrir
honum einum. Eftir 7. gr. skyldi jarlinn skipa (einn)
stjórnarherra, sem átti að hafa alla ábyrgð stjórnar-
athafnanna fyrir alþingi. — Nefndin lagði til, að fund-
urinn ritaði konungi ávarp i nafni hinnar islenzku
þjóðar og beiddi hann að veita meðfylgjandi undir-
stöðuatriðum til stjórnarskrár fyrir ísland (þ. e. frum-
varpinu) sina allrahæstu staðfestingu — og til vara,
að honum mætti þóknast að kalla sem allra fyrst sam-
an fund hér á landi, með fullu samþykktaratkvæði, og
að fyrir hann verði lagt frumvarp til fullkominnar
stjórnarskrár fyrir ísland“. Fundurinn skyldi kjósa 3
af landsmönnum til að flytja þetta málefni fyrir kon-
unginn. Loks er það lagt til, að fundurinn riti alþingi
ávarp og sendi því samrit af gjörðum fundarins, svo
að því gefist kostur á að láta álit sitt í Ijós um inál-
efni þetta og beini því í þá átt, er það, sem ráðgefandi
alþingi, álítur sér hlýða.
Um frumvarp þetta urðu langar umræður. Jón Sig-
urðsson var þar kominn og neytti málfrelsis þess, sem
utanfundarmönnum hafði verið veitt. Hann lagðist
mjög á móti tillögum nefndarinnar og honum fylgdu