Vaka - 01.05.1929, Page 103
[vaka]
.1. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
97
sínar, þá hefði hann sagt til þess, ef ekki i annað sinn,
þá við þetta tækifæri, er hann stóð frammi fyrir slík-
um manni sem Konrad Maurer, aldavini sínum og
styrktarmanni i stríðinu; hann hefði eklci unað því
þegjandi, að sá maður fengi skakka hugmynd um sig
og framkomu sína. Skýrslan í „Vikverja“, samanbor- /
in við bréfið til Maurers, er því ein rík sönnun fyrir því,
hvernig Jón Sigurðsson leit á sambandið við Danmörku.
En hitt er vitasltuld, að honum hefur verið stórilla við,
að koma skyldi upp, eftir aldarfjórðungs samleið og
nú er verst gegndi, ágreiningur milli hans og lands-
manna í þvi máli, er hann hafði jafnan barizt fyrir
öðrum málum fremur, og þá ekki síður við hitt, að
þeim ágreiningi yrði haldið á lofti í því skyni að fjar-
lægja hann frá löndum hans. Hann hafði til þessa að
mestu leyti komizt hjá því að brýna fyrir þeim kosti
sambandsins við Dani og beitt sér óskiftum fyrir hinu,
að benda á gallana á sambandinu og reyna að fá ráðna
bót á þeim. En nú neyddi Þingvallafundurinn hann til /
að Ieiða fundarinönnum fyrir sjónir, hve áríðandi væri
fyrir landsmenn að halda í sambandið og hve gjörsam-
lega ótímabært væri að vera þá að ráðgera sambands-
slit og jafnvel stofnun Iýðveldis. í augum fáfróðra
manna og hugsunarsljórra mátti fá þetta til að líta svo
út sem væri Jón Sigurðsson orðinn afturhaldsinaður
og Danavinur, þótt sannleikurinn væri sá, að h a n n
hélt óbreyttri sinni gömlu stefnu, þegar sumir af lönd-
uin hans tólcu af vanhyggju og fljótfærni undir sig
eitt gönustökkið af átján. En hafi þeir verið einhverj-
ir, sem gilli einu þó að slettist á vinskapinn milli hans
og hans fylgjara, þá varð þeim ekki að því að þessu
sinni. Hann segir í sama bréfi: „........ og við hinir
segjum að alþingismenn hafi aldrei verið eins stælt-
ir og fastir sem veggur eins og i sumar .............
Yfirhöfuð að tala er samkomulag og festa í okkar
7