Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 109
[vaka]
J. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
103
geti borgað prentun hennar! Að minnsta kosti hefur
þótt vissara að gei’a til þess ráðstöfun, að þjóðin fengi
ekki á annan hátt vitneskju um það sem gerzt hafði
á fundinum. Og lengi hefði hún mátt bíða eftir þeim
t'róðleik, ef fundurinn hefði fengið að ráða; því að
skýrslan er ókomin út enn i dag. Almenn-
ingur átti skýlausa heimtingu á að fá tafarlaust vit-
neslíju um það, sem gerzt hafði á samkomu, sem hafði
með höndum slíkt stórræði sem þessi fundur hafði,
miklu meira stórræði en fundarmenn hafa verið færir
um að gera sér grein fyrir sjálfir; enda fór vitanlega
allt opinberlega fram þar, bæði ræðuhöld, upplestur
skjala og atkvæðagreiðsla. íslenzkir sagnfræðingar að
minnsta kosti ættu þvi að vera þakklátir „Víkverja"
og tíðindamanni lians fyrir það, að hann hafði að engu
hin smámunalegu tilmæli fundarmanna, en mat hitt
meira að varðveita frá gleymsku mikinn fróðleik um
fundinn og gerði það að þeim mönnum lifandi og nær-
stöddum, sem helzt áttu þar hlut að máli og gátu sagt
til, ef þeiin þótti í einhverju hallað réttu máli i skýrsl-
unni. Þvi fremur er þetta þakklætisvert, sem önnur
blöð þögðu um fundinn. „Göngu-Hrólfur“ tilkynnir að
vísu 14. júlí 1873, að hann ætli að „segja fátt eina frá
fundinum, rétt til að sefa forvitni lesaranna, án þess
að vér gerum það svo ítarlega að það veiki áhuga
manna eftir fundartiðindunum". En af þessu varð ald-
rei, því að „Göngu-Hrólfur“ hætti þá að koma út. 5. júli
1873 sagði „Þjóðólfur“ frá upphafi fundarins og lof-
aði niðurlagi næst, en það niðurlag kom aldrei. — Enga
fyrirhyggju virðast fundarmenn hafa haft fyrir því að
útvega erindreka til að fara ú konungsfund, og er þó
ekki ólíklegt, að sú ráðagerð hafi borizt í tal milli ein-
hverra af þeim, áður en þcir komu á Þingvöll. Og eng-
inn af þeim, sein tóku þátt í að afráða þá sendiför, var
íáanlegur til að gefa sig í hana, heldur voru þeir að
dýrka mótstöðumenn sína á fundinum til að flytja fyrir