Vaka - 01.05.1929, Side 113
SETNING ALÞINGIS.
NOKKURAR ATHUGASEMDIR
I.
íslendingar búast nú til þess að halda hátíðlegt
1000 ára afmæli alþingis og hins íslenzka ríkis. Til
þess hefur verið valið árið 1930, og má fullyrða, að
ekki var kostur á að velja annað vissara ártal. Sögu-
ritum vorum kemur saman um, að árið 930, eða þvi
sem næst, hafi Hrafn Hængsson tekið lögsögu, hinn
fyrsti lögsögumaður, sem kjörinn var af alþingi sjálfu.
Þá má telja þingið fullstofnað og komið í fast horf.
Þessar athugasemdir eru ekki gerðar í því skyni að
reisa á þeim neina tillögu um færslu alþingishátiðar-
innar, enda væri nú orðið of seint að færa hana aftur
i tímann. Hitt er ekki nema skylt, að gera sér svo sanna
grein, sem kostur er á, fyrir því, hvað gerðist árið 930
og hvað ekki, hvern aðdraganda setning alþingis og
stofnun ríkisins hefur átt sér á árunum fyrir 930 og
hver rök eru fyrir því, að sjálf setning þingsins (fyrsta
uppsögn og samþykkt Úlfljótslaga, fyrsta samkoma
landsmanna á Þingvelli) hafi farið fram þetta ár.
Skulu hér nú athugaðar nokkuð hinar sögulegu heim-
ildir um þetta efni.
Það vekur undir eins furðu, að heimildirnar um
setningu og tildrög alþingis skuli ekki vera fleiri og
nákvæmari en raun er á. Þetta kemur af þvi, að i sögu-
fróðleik og sagnaritun íslendinga beinist athyglin frá
npphafi að einstaklingnum, en ekki þjóðfélaginu. Ætt-
irnar, mennirnir, einkenni þeirra og hreystiverk þóttu
meira söguefni en hin kyrrlátu afrek skipulags og sam-
starfs. Saga ríkisins er hulin af kryt og skærum, spek-