Vaka - 01.05.1929, Síða 117
I VAKA
SETNING ALlJlNGIS.
111
niðjum hans nokkura sérstöðu meöal höfðingja Is-
lands, ekki sízt þar sem þeir l'rændur voru hver fram
af öðrum hinir mestu ágætismenn.
.4 uppruna hins íslenzka goðavalds eru aðallega þrjáj-
skýringar: 1) að það eigi rót sína að rekja til þess, að
menn, sem hyggðu í landnámi höfðingja, hafi orðið
honum háðir þess vegna; 2) að það sé runnið frá hofs-
eign og forstöðu blóta; 3) að ættgöfgi og fylgdarlið
hafi ráðið mestu.1) Nokkur rök eru fyrir öllum þess-
um skýringum, þótt hin síðasta kunni að vera mikil-
vægust. En frá hverju þessara sjónarmiða, sem litið
er, hlaut Þorsteinn Ingólfsson að hafa óvenjulega inikil
völd: 1) Landnáin Ingólfs er hið langstærsta landnám,
sem ekki verður vefengt eftir heimildum. En áhrif höf-
uðlandnámsmanns og niðja hans hlutu að vera því
meiri sem nær var upphafi byggðar og landgjafir í
ferskara rninni. Var því ólík aðstaða að stofna öflugt
heraðsþing fyrir landnám Ingólfs en hin mörgu og
smáu landnám kringum Þórsnessþing. 2) Ingólfur var
að sögn Landnámu hinn inesti blótmaður, og má
nærri geta, að hann hafi reist höfuðhof i Reykjavik,
sem fjöldi manna hafi sótt til. 3) Um þetta atriði nægir
að vísa til ummæla Melabókar, sem áður eru tilíærð.
Þó að ætterni Ingólfs í Noregi væri ekki jafngöfugt og
sumra annara landnámsmanna, hóf afrek hans að
byggja fyrstur landið hann til sérstakrar virðingar með
Islendingum, og þarf ekki að efa, að þeir feðgar hafi
verið bæði auðugir og mannmargir.
Það má því óhætt fullyrða, að þing það, sem Þor-
steinn Ingólfsson setti á Kjalarnesi, hafi verið öflugra
en önnur heraðsþing, og hann hafi sjálfur ráðið þar
mestu. En hlutur Þorsteins í stofnun alþingis verður
ljósari , el' gætt er þess, hvern þátt hann muni hafa átt
í utanför Úlfljóts.
I ) Smbr. Ólafur Lárusson, fslenzk réttarsaga, 1922, bls. 6—8.