Vaka - 01.05.1929, Side 118
112 SIGURÐUR NORDAL: [vaka]
Ari segir svo: „En þá er ísland var víða byggt orðit,
þá hafði maðr austrænn fyrst lög út hingat ór Noregi,
sá er Úlfljótr hct, svá sagði Teitr oss, ok váru þá
Úlfljótslög kölluð, ....... en þau váru flest sett at
því, sem þá váru Gulaþingslög eða ráð Þorleifs ens
spaka Hörða-Kárasonar váru til, hvar við skyldi auka
eða af nema eða annan veg setja. Úlfljótr var austr i
Lóni“ (íslbók, 2. kap.). Af öðrum heimildum má sjá,
að Þorleifr enn spaki var móðurbróðir Úlfljóts.
Ari segir ekkert um, hvað koinið hafi Úlfljóti til
þessarar utanfarar. En nærri má geta, að hann hafi
ekki ráðizt í hana, nema hann hafi vitað einhver lik-
indi til þess, að lög hans næði samþykki landsmanna.
Sjálfur átti hann heima í afskekktri sveit, og á þeim
slóðum er ókunnugt um nokkura tilraun til þingstofn-
unar fyrir setningu alþingis. Ráð einhverra rikra manna
hlutu að standa að baki þessa fyrirtækis Úlfljóts. Ann-
aðhvort hlaut hann að hafa snúið sér til þeirra eða þeir
til hans Eiríkur Briem getur þess til,1) að Þorsteinn
Ingólfsson hafi fengið Úlfljót til þess að seinja frum-
varp til allsherjarlaga. Það vill svo til, að þá tilgátu
má styðja með alveg sérstökum líkum. Úlfljótur keypti
land sitt austur í Lóni af Þórði skeggja, en Þórður flutt-
ist þaðan vestur í landnám Ingólfs og bjó síðan á
Skeggjastöðum. Þórði mátti þvi vera fullkunnugt um
lögvísi Úlfljóts og frændsemi hans við Þorleif spaka,
hinn lögvitrasta mann vestan fjalls í Noregi, þar sem
voru átthagar flestra landnámsmanna. Hann hefur sagt
Þorsteini og öðrum höfðingjum, er að Kjalarnessþingi
stóðu, frá Úlfljóti og þeir kvatt hann til utanfarar. Er
þá eðlilegast að hugsa sér, að Úlfljótur hafi skýrt þess-
um höfðingjum frá árangri farar sinnar, þegar er hann
kom út, eða með öðrum orðum, að fvrsta upp-
saga Úlfljótslaga hafi farið f r a m á Kjal-
1) Árbók hins íslenzka Fornleifafélags, 1914, bls. 7.