Vaka - 01.05.1929, Síða 118

Vaka - 01.05.1929, Síða 118
112 SIGURÐUR NORDAL: [vaka] Ari segir svo: „En þá er ísland var víða byggt orðit, þá hafði maðr austrænn fyrst lög út hingat ór Noregi, sá er Úlfljótr hct, svá sagði Teitr oss, ok váru þá Úlfljótslög kölluð, ....... en þau váru flest sett at því, sem þá váru Gulaþingslög eða ráð Þorleifs ens spaka Hörða-Kárasonar váru til, hvar við skyldi auka eða af nema eða annan veg setja. Úlfljótr var austr i Lóni“ (íslbók, 2. kap.). Af öðrum heimildum má sjá, að Þorleifr enn spaki var móðurbróðir Úlfljóts. Ari segir ekkert um, hvað koinið hafi Úlfljóti til þessarar utanfarar. En nærri má geta, að hann hafi ekki ráðizt í hana, nema hann hafi vitað einhver lik- indi til þess, að lög hans næði samþykki landsmanna. Sjálfur átti hann heima í afskekktri sveit, og á þeim slóðum er ókunnugt um nokkura tilraun til þingstofn- unar fyrir setningu alþingis. Ráð einhverra rikra manna hlutu að standa að baki þessa fyrirtækis Úlfljóts. Ann- aðhvort hlaut hann að hafa snúið sér til þeirra eða þeir til hans Eiríkur Briem getur þess til,1) að Þorsteinn Ingólfsson hafi fengið Úlfljót til þess að seinja frum- varp til allsherjarlaga. Það vill svo til, að þá tilgátu má styðja með alveg sérstökum líkum. Úlfljótur keypti land sitt austur í Lóni af Þórði skeggja, en Þórður flutt- ist þaðan vestur í landnám Ingólfs og bjó síðan á Skeggjastöðum. Þórði mátti þvi vera fullkunnugt um lögvísi Úlfljóts og frændsemi hans við Þorleif spaka, hinn lögvitrasta mann vestan fjalls í Noregi, þar sem voru átthagar flestra landnámsmanna. Hann hefur sagt Þorsteini og öðrum höfðingjum, er að Kjalarnessþingi stóðu, frá Úlfljóti og þeir kvatt hann til utanfarar. Er þá eðlilegast að hugsa sér, að Úlfljótur hafi skýrt þess- um höfðingjum frá árangri farar sinnar, þegar er hann kom út, eða með öðrum orðum, að fvrsta upp- saga Úlfljótslaga hafi farið f r a m á Kjal- 1) Árbók hins íslenzka Fornleifafélags, 1914, bls. 7.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.