Vaka - 01.05.1929, Síða 121
Ivaka]
SETNING ALÞINGIS.
116
hafi hann ekki verið til lögsögu kjörinn af alþingi á
sama hátt og eftirmenn hans. Eina heimild, sem virð-
ist vita meira um Úlfljót en Ari segir, er Landnáma
(Hauksbók og Melabók). Þar segir, að Úlfljótur væri
sextugur, er hann fór utan, og væri þrjá vetur í Nor-
egi).1 En um ártalið, er hann kom út, verður ekkert
af þvi ráðið.
Ari sjálfur kveður ekki nánar að orði um litkomu-
ár Úlfljóts og árabil það, sem hann gegndi lögsögu,
af því að heimildarmenn hans vissu ekki betur og
hann vildi ekki rita vitnislausa hluti. Kemur þar að
því, sem áður er sagt, að sagan um setningu alþingis
hafði ekki verið geymd i minni með jafnmikilJi alúð
sem ættartölur og sögur einstaklinga, enda er torveld-
ara að geyma tímatal lengi í munnlegum frásögnum
en atburðina sjálfa. En þó virðist mega ráða nokkuð
af orðalagi íslendingabókar, hvað Ari hafi sjálfur álit-
ið um þetta efni. Þótt það sé ekki nema ágizkun hans,
verður hún alltaf meira virði en ágizkanir vngri höf-
unda. í þeim stöðum úr bókinni, sem þegar eru til-
færðir, segir Ari, að Úlfljótur hafi haft út lög hingað
„þá er ísland var víða byggt orði t“, en
Hrafn tekur lögsögu, því nær er ,, í s 1 a n d (var) a 1 -
b y g g t, s v á a t e i g i v æ r i m e i r r s í ð a n “. Þessi
tvenn orðatiltæki eru auðsjáanlega valin að íhuguðu
ráði og miðuð hvort við annað. Breyting sú á byggingu
Jandsins, sein þau gera ráð fyrir, getur ekki hafa farið
fram á 2—3 árum. Nú telur Guðbrandur Vigfússon,
eftir ályktun af íslendingasögum yfirleitt, að landnámi
hafi að mestu verið lokið um 920. Þá mátti kalla land-
ið „víða byggt“. En síðar hefur bygging landsins auk-
izt mjög ört fyrst í stað, ný bæjarstæði verið fundin,
smærri mönnum og leysingjum verið gefnir bólstaðir
o. s. frv. unz land mátti kalla ,,albyggt“. Þessi breyting
1) Landnáma, 1925; bls. 189 nm.