Vaka - 01.05.1929, Side 130

Vaka - 01.05.1929, Side 130
124 SIGUKÐUR NORDAL: |VAKAj Iýsir sér í þinghaldi þeirra alda, sem beztu menn Iandsins háðu þar látlausa baráttu fyrir fornum rétt- indum gegn útlendu ofurefli. Ýmsar raddir hafa komið fram um það á seinni árum, að þúsund ára afmæli þingsins yrði bezt haldið hátíðlegt með því að flytja nú þingið aftur frá Reykjavík til Þingvallar. Og það má gera ráð fyrir, ef almenn atkvæðagreiðsla í landinu færi fram um það mál á næsta ári, myndi fjöldi manns greiða þeirri tillögu atkvæði í hátíðavímu, án þess að hugsa um, hvað þeir væri að gera. En þó að ekki sé gert annað en líta til hinnar fornu sögu, er Reykjavík engu óheilagri staður en Þingvöllur, og gagnslaust að metast um, hvor eigi merkara þátt i sögu landsins. Hér hefur verið reynt að sýna fram á, hver hafi verið hlutur Reykjavíkur i tildrögum að stofnun alþingis. Þar hefur hið elzta dómþing landsins verið háð í smáum stíl við hof Ingólfs. Þar hafa verið ráðin þau ráð, er leiddu til stofnunar Kjalarnessþings og síðan alþingis. Þingvöllur hefur verið kjörinn til alþingisstaðar með hliðsjón af því, að hann var i ná- grenni við goðann í Reykjavík. Vér megum ekki láta glepjast af því, þó að nú hvíli meiri helgiblær yfir Þing- velli, helgiblær óbyggðar og háfjalla, en yfir höfuð- staðnum með iðandi líf sitt og starf. Því meir sem Þingvöllur yrði lagður i örtröð, myndi sá helgiblær hverfa. Alþingi við Öxará var hinn forni höfuðstaður íslands. Þó að hann stæði ekki nema hálfan mánuð á hverju ári, lágu þangað og þaðan allar leiðir. Þann höfuðstað áttu íslendingar að fornu fram yfir frændþjóðir sínar. Honum var það flestu eða öllu framar að þakka, að menning þeirra náði hinum stórfellda og samfellda svip, sem vér enn dáumst að. Missi þess höfuðstaðar var það framar flestu eða öllu að kenna, að menning vor í 600 ár er mörkuð einangrun og samtakaleysi. Reykjavík nú á dögum er arfþegi Þingvallar að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.