Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 130
124
SIGUKÐUR NORDAL:
|VAKAj
Iýsir sér í þinghaldi þeirra alda, sem beztu menn
Iandsins háðu þar látlausa baráttu fyrir fornum rétt-
indum gegn útlendu ofurefli. Ýmsar raddir hafa komið
fram um það á seinni árum, að þúsund ára afmæli
þingsins yrði bezt haldið hátíðlegt með því að flytja nú
þingið aftur frá Reykjavík til Þingvallar. Og það má
gera ráð fyrir, ef almenn atkvæðagreiðsla í landinu færi
fram um það mál á næsta ári, myndi fjöldi manns
greiða þeirri tillögu atkvæði í hátíðavímu, án þess að
hugsa um, hvað þeir væri að gera.
En þó að ekki sé gert annað en líta til hinnar fornu
sögu, er Reykjavík engu óheilagri staður en Þingvöllur,
og gagnslaust að metast um, hvor eigi merkara þátt i
sögu landsins. Hér hefur verið reynt að sýna fram á,
hver hafi verið hlutur Reykjavíkur i tildrögum að
stofnun alþingis. Þar hefur hið elzta dómþing landsins
verið háð í smáum stíl við hof Ingólfs. Þar hafa verið
ráðin þau ráð, er leiddu til stofnunar Kjalarnessþings
og síðan alþingis. Þingvöllur hefur verið kjörinn til
alþingisstaðar með hliðsjón af því, að hann var i ná-
grenni við goðann í Reykjavík. Vér megum ekki láta
glepjast af því, þó að nú hvíli meiri helgiblær yfir Þing-
velli, helgiblær óbyggðar og háfjalla, en yfir höfuð-
staðnum með iðandi líf sitt og starf. Því meir sem
Þingvöllur yrði lagður i örtröð, myndi sá helgiblær
hverfa.
Alþingi við Öxará var hinn forni höfuðstaður íslands.
Þó að hann stæði ekki nema hálfan mánuð á hverju
ári, lágu þangað og þaðan allar leiðir. Þann höfuðstað
áttu íslendingar að fornu fram yfir frændþjóðir sínar.
Honum var það flestu eða öllu framar að þakka, að
menning þeirra náði hinum stórfellda og samfellda
svip, sem vér enn dáumst að. Missi þess höfuðstaðar
var það framar flestu eða öllu að kenna, að menning
vor í 600 ár er mörkuð einangrun og samtakaleysi.
Reykjavík nú á dögum er arfþegi Þingvallar að