Vaka - 01.05.1929, Síða 131
í VA-KA I
SETNING ALÞINGIS.
125
fornu, ekki einungis sein þingstaður, heldur líka sem
höfuðstaður. Þingið má flytja, höfuðstaðurinn verður
ekki fluttur. Og það var vafalaust ein hin mesta ást-
gjöf örlaganna í nútímasögu vorri, að svo skyldi vilja
til, að höfuðstaður verzlunar vorrar og stærstu atvinnu-
fyrirtækja skyldi um leið vera höfuðstaður landsstjórn-
ar og menntunar. Vel hefði mátt hugsa sér, að höfuð-
staður, sem stjórnin kjöri oss, hefði lent á þeim stað,
sem lítil skilyrði hafði til vaxtar og viðgangs að öðru
leyti, að vér hefðum nú átt tvo höfuðstaði, fámennan
bæ, þar sein átt hefði heima alþing, stjórn, söfn og
æðstu menntastofnanir, og fjölmennan bæ, þar sem
hefði verið þungamiðja verzlunar og fjármála, iðnaðar
og útgerðar. Allir munu skilja, að með því hefði skap-
a^t klofningur i þjóðlífið, sem framtið vorri hefði stað-
ið af hin mesta hætta.
Reykjavík er enn á æskuskeiði og gelgjuskeiði. Hún
var á öndverðri 19. öld hálfdanskt þorp, sem þjóðrækn-
ir menn litu á eins og sýktan blett á þjóðinni. Hún
var gerð íslenzk með því að flytja hingað það bezta,
sem vér áttum þá, alþing og latínuskóla, með innflutn-
ingi víðsvegar af landinu. Á seinni tímum hefur hún
vaxið örar en þjóðin og bæjarbúar hafa ráðið við, en
menning hennar hefur vaxið að sama skapi. Hér er sá
hólmur, þar sem háð verður úrslitamesta baráttan
um framtíð íslenzkrar inenningar, og af þeim hólmi
er nú ekki til neins að flýja, hvorki fyrir alþíngi né
aðrar alþjóðarstofnanir.
Alþingi yrði hvorki betra né verra á Þingvelli en í
Reykjavík. Það inyndi geta flutt með sér alla kosti sina
og lesti austur yfir Mosfellsheiði. En Reykjavík vrði fá-
tækari og Þingvöllur myndi ekki auðgast að því skapi.
Það er ekki að varpa neinni rýrð á þingið, þó að sagt
sé, að 1. d. umræðurnar á eldhúsdaginn myndi sóma
sér iniður í dómkirkjunni en i þinghúsinu. Þinghald
er hvorki messugjörð né hótíðahald. Það er starf, bar-