Menntamál - 01.12.1935, Síða 8
150
MENNTAMÁL
Á kynþroskaskeiði ungu stúlknanna fá þær á sig full-
orðinna líkamsvöxt og lögun; hinn mánaðarlegi l)lóð-
missir fer að gera varl við sig, og smám saman vakna
svo kynhvatir kvenmannsins. Þessi aldur er ofl erfið-
ur, með ýmiskonar vanstillingu á geði, án þess að stúlk-
an geti gert sér grein fvrir því. — Allt stendur þetta í
sambandi við myndun „hormón“-efna í eggjakerfunum
o. fl. innvortis kirtlum, sem valda undursamlegum breyt-
ingum í líkamanum. — Þessi byltingatími í lífi unga
fólksins er í raun og veru merkilegur kafli i líffræði,
sem fæstir ínunu vera fræddir um. Á þessu skeiði er
unga fólkið jafnaðarlega með óróa og ágizkanir um
kvnferðileg efni, ágizkanir, sem venjulega styðjast við
slitrótta og ofl klúra fræðslu og tilgálur kunningjanna,
en ekki hispurslausa og sanna þekking frá skólanum
eða foreldrunum.
Allir, sem komnir eru til vits og ára, vita reyndar,
að fjölgun mannkynsins er afleiðing af samförum karls
og konu, en það eru fæslir, sem hafa hugmynd um
livar og hvernig cgg konunnar frjóvgast af sæði manns-
ins, eða vita neitt að ráði um j)roska og lif fóstursins
í móðurkviði.
Það þýðir ekki fyrir fordómalítið fóík að ætla sér
að finna skynsemi í sumu námsefni barna- og unglinga-
skólanna. Þar eru t. d. kenndar hihliusögur, með ýms-
um æfintýralegum j)jóðsögum og kraftaverkasögum frá
Austurlöndum, og börnin eiga að festa sér i minni ár-
töl úr ýmsum herkonungasögum. En hvað fá þau að
vita um sinn eigin líkama? Hjá sumum áhugasömum
náttúrufræðikennurum læra j)au reyndar eitthvað i líf-
fræði, og í skólabókunum er ágrip af bygging manns-
líkamans. En jjað vill verða út undan lijá kennslubóka-
höfundunum, að lýsa innvortis kynfærum eða starfs-
háttum þcirra. Þetta orsakast af gamaldags hugmynd-
um um kynferðismóral, sem veldur feimni og tepru-