Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 10

Menntamál - 01.12.1935, Page 10
152 MENNTAMAL arnir fái þannig bjagaðar upplýsingar — venjulega fram- settar til að æsa fýsnir þeirra, eða til að liræða þá að óþörfu — er fræðslan betur svona til komin, lieldur en að læknir eða vel menntaður skólamaður lýsi kyn- ferðismálunum blátt áfram og hispurslaust, sem tilheyr- andi námsefni skólans? Mér finnst þessu auðsvarað. Menn verða vel að muna, að unglingarnir heimta og þurfa skýringar og fræðslu, og reyna með mörgu móti að vera sér úli um hana. Kall náttúrunnar verður ekki þaggað niður, og á heldur elcki að bælast, hvorki af misskildum móral, eða af oddborgaraskap um að fara í felur með kynferðismálin. Hvenær og hvernig á að fara fram fræðsla J)arna og unglinga um kynferðismál? Á tvennum aldurskeiðum — um 6—ára aldur, og svo þegar þau fara að nálg- ast fermingaraldur. Það þarf ekki margbrotnar upp- lýsinar lianda börnum milli vita, sem: þó fara furðu snemma að verða forvitin um liyernig þau sjálf eða litil systkini séu í heiminn komin. Aðalatriðið er, eins og áður var drepið á, að það litla, sem þeim er sagt sé sannleikur, en ekki einhver tilbúningur, eða að þaggað sé niður í þeim, og sagt, að lítil börn megi ekki hugsa um slikt. Þau gera það, hvað sem hver segir. Það þýðir ekki að banna fólki að hugsa — jafnvel ekki á barnsaldri. Sú fræðsla, sem unglingar á 11—14 ára aldri þarfn- ast, er tvennslconar. Hún á að vera „anatomisk“, þ. e. a. s. um Jjygging innvortis kynfæra — að sínu leyti eins og kennt er um meltingarfærin og lungun. Ilins- vegar verður kennslan að vera „fysiologisk“, þ. e. a. s. um það, livernig þessi líffæri starfa í þágu líkamans. 1 þessu sambandi má minnast á kynsjúkdómahætt- upa, sem vofir yfir æskulýðnum. Öllum J)er saman um, að æskulýðurinn þurfi að vita af þessari áhættu, til þess

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.