Menntamál - 01.04.1937, Side 11

Menntamál - 01.04.1937, Side 11
MENNTAMÁL 5 síns, afneitar því, bætir fyrir það, afplánar það. Því næst i'yllist hún nýju siðferðilegu þreki. Er ekki mögulegt að innræta barninu þetta bugarfar, án þess að beita við það refsingu í orðsins venjulega skilningi, þ. e. a. s. aðeins með þvi að ávila það. Andmæli á móti barnarefsingum eru langt frá því að vera ný. Fyrst var risið upp á móti lirottalegum refsing- um, sem gengu næst misþyrmingu, af því að reynslan sýndi, að þær liöfðu aðeins skaðsamleg áhrif á börnin. Enski heimspekingurinn Jolin Locke (1632—1704) keinst 1. d. þannig að orði um barnarefsingar i einu riti sínu: „Harðar refsingar koma fáu góðu lil leiðar, en þær geta gert mikið illt; og eglield, að öllu öðru jöfnu, að þau börn, sem mest hefir verið refsað, verði ekki beztu mennirnir.“ Nú eru orð eins og þessi ekki lengur rödd hrópandans á eyðimörkinni. 1 mörgum alþýðlegum uppeldisritum, viðs- vegar um heim, sem náð hafa mikilli útbreiðslu á meðal almennings, er þeirri skoðun haldið fram, að refsingar í öllum myndum eigi engan rétt á sér. Sumir ganga feti lengra: þeir neita ávítuninni um uppeldisgildi, vilja ekki banna börnum neitt. Bezt sé að láta þau alveg eiga sig, en liafa aðeins golt eilt fyrir þeim. Mildun barnarefsinga og mildun refsinga yfirleilt liald- ast víðast livar í hendur. I mörgum löndum er líkamleg- um refsingum ekki lengur beitt í skólum, og aðrar liegn- ingar, bæði í skólum og heimahúsum, sem bersýnilega stofna andlegri og líkamlegri velferð barnsins í voða, eru bannaðar með lögum. En eins og eg liefi áður drepið á, hafa margir uppeldisfræðingar gengið lengra: Annaðlivort neita þeir ákveðið, að nokkur rcfsing geti undir nokkrum kringumstæðum Iiaft uppeldisáhrif. Aðrir neita hinsvegar ekki, að refsingin geti komið að tilætluðum notum, en telja liana ónauðsynlega, af því að hægt sé að ná takmark- inu með öðrum ráðum. Uppeldisfræði þeirra hefir að ein- kunnarorðum: Uppeldi komi i stað refsinga. Þcssi skoðun

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.