Menntamál - 01.04.1937, Side 20

Menntamál - 01.04.1937, Side 20
14 MENNTAMÁL fullorðinna manna, ábyrgra gerða sinna. Barnið er til ákveðins aldurs algerlega óábyrgt lagalega, en miklu fyr verður það að nokkru leyli ábyrgt siðferðilega. Uppeldið, og þar á meðal refsingarnar, á að vekja og þroska ábyrgð- artilfinningu barnsins, liæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Þegar refsa skal barni, koma aðallega eftirfarandi at- riði til greina: 1) Upplag og skapgerð barnsins. Fíngerðu, viðkvæmu og draumlyndu barni má t. d. ekki refsa á sama hátt og sterklyndum ólmandasegg. 2) Undir hvaða atvikum brotið er framið. Það er t. d. ekki sama, bvort barn befir leiðst út í eitthvað, án þess eiginlega að vita nokkuð, hvað það gerði, eða hvort það hefir fundið það upp af sjálfsdáðum, gert það vilj- andi og án þess að vera livatt til þess af öðrum, eða hafa haft fordæmi. Uppalandinn verður að gera sér far um að skilja ástæðurnar fyrir því, hversvegna barnið framdi brotið. Eftir atvikunum, sem liggja að yfirsjóninni, eftir þeim hvötum, sem rekið hafa barnið til verknaðarins sem og skapgerð þess og lundarfari, verður refsingin að breyt- ast. Sama brotinu liæfir ekki alltaf sama refsingin. 3) Aldur og þroski barnsins. Tveggja til sex ára gömlu barni hæfa ckki sömu refsingar og barni komnu undir fermingu. Almennt má segja, að refsingar eigi að fara minnkandi, eflir því sem aldur færist yfir barnið. Refs- ingar eiga líka ekki aðeins að vera fátíðari með aldrinum, heldur líka skipta þær um eðli og hlutverk. Með aldrinum leggur barnið dýpri siðferðilegan skilning í refsinguna, þvi eiga a. m. k. líkamlegar refsingar að leggjast smám sam- an niður með vaxandi þroska þess. Við smábörn er oft sjálfsagt að beita vægum likamlegum refsingum, en eftir því sem barnið stálpast, verða þær æ varhugaverðari, og ætti helzt aldrei að þurfa að beita þeim við stálpuð börn. Á smábörn liefir refsingin oft engin siðferðileg áhrif,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.