Menntamál - 01.04.1937, Side 22

Menntamál - 01.04.1937, Side 22
16 MENNTAMÁX, ]d. e. a. s., samlífs fullorðinna manna í þjóðfélaginu, og fjölskyldunnar. Hann er strangari en fjölskyldan en mild- ari en lífið. Hinir fáu meðlimir fjölskyldunnar eru tengd- ir böndum ástar og idóðskyldleika. En hinir mörgu menn, börn og kennarar, sem mynda skólann, eru ekki tengdir n einum persónulegum og viðkvæmum tilfinn- ingaböndum. Til samfélags þeirra liggja almennar félags- legar ástæður. Skyldur barnsins í skólanum eru því kald- ari og ópersónulegri en skyldur þess gagnvarl fjölskyld- unni Þær tala frekar til skynseminnar en tilfinning- anna. Af öllu þessu leiðir, að skólarefsingarnar og skóla- aginn verða kaldari og ópersónulegri en rpfsingar í lieiina- húsum. Líkamlegum refsingum ætti belzt ekki að beita i skólum. Eins og eg liefi áður drepið á, álít eg, að í fjölskyldunni, á meðan barnið er ungt, eða til 5—6—7 ára aldurs, sé stundum varla liægt að komast hjá vægum líkamlegum refsingum, t. d. að slá á hendina á því, þegar það hefir gert eillhvað, sem það mátti eklci gera. En á þeim aldri er frekar um tamningu að ræða en siðferðilegt uppeldi. Barnið er enn ekki orðið siðferðileg vera. En eftir því sem barnið þroskast meira andlega, ættu allar líkamlegar refsingar smám saman að liverfa úr sögunni i fjölskyldunni. Og í skólum ætti aldrei að beita þeim. Aðalástæðan fyrir því er þessi: I fjölskyldunni eru liinar vondu afleiðingar likamlegra refsinga auðveld- lega mildaðar með ástaratlotum þeim og blíðu, sem venjulega ríkir á meðal foreldra og barna, með hinu nana persónulega sambandi, sem tengir þau saman. En í skól- anum er ekkert þvílíkt, sem mýkt geti afleiðingar liarðra refsinga. Barnið fer þar á mis við einlægni og blíðu og náið persónulegt samband við kennarana. Skólinn getur ekki sýnt barninu eins mikla ást og nákvænmi og fjöl- skyldan, þess vegna má hann ekki, í mörgu tilliti, beita eins ströngum refsingum við barnið. Áhrif skólans á

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.