Menntamál - 01.04.1937, Page 38

Menntamál - 01.04.1937, Page 38
32 MENNTAMÁL skrifuð voru, slóru prentletri, með blýanti á pappa- spjöld. Hann ltallaði orðin „myndirnar sínar“, og er það býsna táknandi heiti. Orðin á spjöldunum táknuðu hluti og persónur, sem honuih voru hugleiknust á þeim aldri, t. d. mamma, pabbi, sysla, bill, skip, Örnólfur o. s. frv. Um nokkurt skeið liafði Örnólfur hinn mesta áhuga fyrir „myndum“ sínum og heimtaði þráfaldlega að fá að skoða þær. Áhuginn á hlutunum yfirfærðist á orðin, sem, tálcnuðu þá, og hluturinn og orðið virt- ust renna saman í eilt i liuga lians. T. d. blandaði hann oft saman orðunum: pabbi og Sigurður, mamma og Áslaug, enda þótt hann þekkti þau greinilega að. Eftir tvo, þrjá mánuði dvínaði áhuginn fyrir spjöldunum. Var ekkert um það fcngizt, og lestrarkennslan lögð á hilluna um langt skeið. Á fjögra ára afmælinu fékk Örnólfur, að gjöf, tré- kubba með stafi’ófi rómverska lestursins á. Var einn stal’ur á hverjum kubb, upphafsstafurinn öðrum megin, en lágstafurinn liinum megin. Nolaði hann kubbana aðallega sem byggingarefni, en lærði samt smám sam- an að þekkja alla stafinu, þannig, að hann gal teikn- að þá með krít á gólfið, án þess að hafa þá fyrir sér. En auðvilað var hver stafur settur í lífrænt áhugasam- band við eitthvað, er hann þekkti áður, t. d. P, pabba- stafur, S, Sigurðarstafur, F, stafur flugvélarinnar o. s. frv. En á þessu stigi fékk Örnólfur aldrei neina bend- ingu um að úr stöfunum mætti setja saman orð, enda var augljóst, að hann var þá allsófær um að læra nokk- uð á þann hátt. En nú víkur sögunni að ]iví, þegar hin raunveru- lega lestrarkennsla liefst, en það var á bolludaginn sið- astl. vetur, Örnólfur þá 5x/2 mánuð á 5. ári. Hann var fullur áhuga fyrir viðburðum dagsins, og talaði ekki um annað cn bollur og flengingar. Svo komu dagblöð- in með stórletraðar bolluauglýsingar. Benti eg lionum

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.