Menntamál - 01.04.1937, Page 46

Menntamál - 01.04.1937, Page 46
40 MENNTAMÁL líí'inu, sem aldir eru upp í skóla liins gamla tima, hin- um sjálfstæðu, litlu ríkjum þjóðfélagsins, gömiu sveita- heimilunum eins og þau voru áður en atvinnuhylting- in varð. En hægt og hægt fellur tjaldið, og synir og dætur 20. aldarinnar, liins nýja tíma, og nýja þjóðfélags, taka við völdum. Kynslóð, sem hefir fengið allt ahnað, og gjör- ólíkt uppeldi hinni hverfandi.. Það er þessi kynslóð, verkefni liennar og framtíð, sem er hið mikla umhugs- unarefni vort á þessum vegamótum í íslenzkum upp- eldismálum, og óteljandi spurningar krefjast svars, því aldrei hefir nokkur kynslóð verið jafn óráðin gáta eins og sú, sém fer að taka hér við völdum. í fljótu hragði virðist það ef til vill ekki svo örlaga- ríkur viðburður, að þjóð flytji sig dálitið til i sínu eig- in landi og breyti um lífsvenjur, en þó er það svo, að þegar þjóð, sem í þúsund ár liefir lifað við ræktunar- störf, slítur þar rætur, sem hinda hana við átlliagana, þá verður ráð hennar á hverfanda hveli um nokkurt skeið. Heimilin, þessir helgu reitir, þar sem örlög æsk- unnar ráðast, Iiafa misst þá festu, og það öryggi, sem hafði verið að skapast í þúsund ár, og það tekur lang- an tíma að hyggja upp ný heimili i nýjum jarðvegi, auk þess sem skilyrðin í þéttbýlinu eru svo ólík, að samskonar heimili geta þar aldrei orðið til. Þessvegna eru kaupstaðaheimilin okkar svo litlar uppekhsstofn- anir. Við erum enn reikandi og ráðvilltir gestir í hinu nýja ríki okkar, og höfum naumast áttað okkur á hvaða bylting hefir orðið i uppeldismálum þjóðarinn- ar. Stóra harnaliópinn okkar i kaupstöðunum vantar enn þá vernd, sem gömlu sveitaheimilin veiltu hörnum sínum, þótt ]>au hafi fengið ýmislegt i staðinn. En það er ekki nóg með það, að heimilin okkar séu ekki lengur þeir kastalar, sem þau voru. Fjöldi æsku- manna eru i raun og veru heimilislausir rótleysingjar,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.