Menntamál - 01.04.1937, Page 47

Menntamál - 01.04.1937, Page 47
menntamál 41 sem koma í dag og fara á morgun. „Að lmgsa eklci í árum, en öldinn, og alheimta ei daglaun að kvöldum“ er hoðorð liins langsýna og' víðsýna manns. Slikt er mjög í'jarri þeirri hvarflandi æsku, sem hér er alltaf að lieilsa og kveðja. Og hvað verður um áhyrgðartilfinn- ingu þeirrar kynslóðar, sem lifir slíku farandlífi, þar sem sáning og uppskera stendur i svo litlu sambandi hvað við annað? Og hvers konar þjóðarskapg'erð vex í framtíðinni upp úr slíkum jarðvegi? Þegar svo litið er lil stóru sveitaheimilanna gömlu, 3cm voru heil riki út af fyrir sig', þar sem hver bar áhyrgð á sínu starfi ár eftir ár, þá verður það ljóst, að liér liöfuin við mikið misst. Sauðamaðurinn og fjósa- maðurinn voru konungar, hvor í sínu ríki, þar sem öll- um málefnum viðkomandi stofnana var stjórnað með svo mikilli alúð og' áhyrgðartilfinningu, eins og heill alheimsins væri í veði. Og þessi þögula og yfirlætislausa tryggð og trúmennslca við hugsjónir sínar, gerir sögu þessa fólks, íslenzku vinnuhjúanna, þótt aldrei verði skráð, miklu fegurri, og miklu lærdómsríkari en sög- ur þeirra Alexanders mikla, Napóleons mikla, og ann- arra slíkra herkonunga, sem taka þó svo stórt rúm í veraldarsögunni. Þegar hent er á þær stórstígu, og að mörgu leyti glæsi- legu framfarir, sem liér hafa orðið á síðustu árum, sem eru jafnvel æfintýri likastar, vakna lijá manni ýmsar spurningar, sem snerta ])jóðina sjálfa: Hvað er að ger- ast í þjóðarsálinni við hin nýju uppeldisskilyrði? Það eru ekki yfirhorðsstraumarnir, sem ráða stefnu menn- ingarinnar, það eru hinir ósýnilegu straumar i djúpi þjóðarsálarinnar, Yex þjóðin andlega með hlutverkum sínum, og hvernig levsir hin nýja kynslóð, með hið nýja Uppeldi, lilntverk sín af hendi? Það er gert býsna mikið að því að tala um spillingu og léttúð æskunnar, en þannig hefir verið talað um all-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.