Menntamál - 01.04.1937, Side 60

Menntamál - 01.04.1937, Side 60
54 MENNTAMÁL t. d. stofnar Rousseau-skólinn Alþjóðaskrifstofu upp- eldismála árið 1925. Skal nú vikið nánar að hinu innra starfi skólans. III. Ég vil þá fyrst rekja í örstuttu máli nokkur lielztu atriði, sem fyrir stofnendum Rousseau-skólans sýnast hafa vakað fyrr og síðar, samkvæmt lýsingu þeirra Claparedes og Bovet. Um það leyti sem Rousseau-stofnunin Iióf slarf sitt var vísindaleg menntun kennara talin æskileg af hugs- andi mönnum í þessari grein. Einkum var tilfinnan- legur skortur á þekkingu kennara i sálfræðilegum efn- um. Rousseau hafði fyrir löngu síðan lagl höfuðáherzlu á það, að skólinn væri til vegna barnanna og þessvegna ætti að miða alla starfsemi hans við þarfir þeirra, en ekki við fyrirfram ákveðnar námsskrár og reglugerðir. En liið slerka og snjalla heróp Rousseau‘s hafði aðeins álirif á fáeina brautryðjendur. Ejöldi kennara og allur almenningur var enn ósnortinn og i framkvæmdinni sat því við það sama víðastlivar. „Hvers vegna?“, spyrja þcir Bovet og Glaparede. „Vegna þess að sannindin, sem snillingurinn Rousseau sá i anda, voru ekki byggð á vísindum. — En lil þess að framfarir verði í upp- eldisvísindunum, þarf að fullnægja tvennum skilyrðum: 1. Til þurfa að vera stofnanir, skrifstofur, sérstakir em- hættismenn og vísindamenn, sem eru færir um að safna staðreyndum, viða að upplýsingum og vinna úr þeim i því skyni, að draga af þeim Iiagnýtar ályktanir og lögmál, ef þess er kostur. 2) Þeir, eða nokkur hluti þeirra, sem vinna með börnum, kennarar og, aðrir upp- alendur, ættu að vera færir um að safna staðreyndum eða að sannprófa fyrirbrigði á vísindalegan liátt — eða sjálfir að gela liaft með höndum rannsóknir á takmark- aðri viðfangsefnum.“ — „Hugsjón Rousseaus-stofnunar-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.