Menntamál - 01.04.1937, Side 62

Menntamál - 01.04.1937, Side 62
56 MENNTAMÁI, frá 1912. Og ég hefi gerl það vegna þess, að í þeim felst ekki einungis skynsamleg og snjöll starfsskrá, heldur einnig rétt lýsing, svo langt sem hún nær, á starfsemi Rousseau-stofnunarinnar, eins og hún hefir síðan orð- ið til og þróazt. Ég hefi þegar getið þess, að ekkert sé fjær Rousseau- skólanum og forustumönnum lians en fastheldni við kennisetningar og einstakar kennsluaðferðir eða slcóla- kerl'i. Engan þarf því að undra, þótt ekki sé til neitt skólakerfi né kennsluaðferð kennd við Ronsseau-skól- ann, Claparéde eða Bovet. Hin ódauðlegu ummæli Ara fróða: „Hvatke es missagt es i fræðom þessom, þá es scyllt at iiava þat helldr, es sannára roynesc“, gælu því að þessu levti verið mjög táknandi fyrir Rousseau-skólann. Með því er þó engan veginn sagt, að skólinn sé stefnulaus, enda fer þvi fjærri. Heildarviðhorf skólans til uppeldismála hef- ir frá upphafi verið skörp og ákveðin harálta fyrir því, sem Claparéde nefnir éducation fonclionelle — starf- rænt uiipeldi mætti kalla það á íslenzku. Iiinn starf- ræni skóli hefir á þýzku verið nefndur Arbeitssclmle. I Rousseau-skólanum varð lil hin franska þýðing, école active. Bókstafleg, íslenzk þýðing á þýzka orðinu er starfskóli eða vinnuskóli og hefir hið síðarnefnda stund- um vcrið notað i þessari merkingu. En um íslenzka orð- ið gildir sama og liin erlendu, að það veldur þráfald- lega misskilningi, Með orðinu vinna í þessu samhandi er ekki einungis átt við handavinnu eða líkamlega vinnu, eins og ýmsir virðast álíta. Um hvorttveggja getur ver- ið að ræða jöfnum höndum, andlega vinnu og likam- lega. Aðalatriðið er, að vinna táknar liér lífrænt, skap- andi starf í mótsetningu við hið vélræna, einhliða minn- isnám, sem svo mjög hefir tíðkazl í fjölmörgum skólum. Svo sem kunnugt er hafa viðsvegar um lönd vaxið upp skólakerfi og kennsluaðferðir, þar sem reynt er

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.