Menntamál - 01.04.1937, Page 63

Menntamál - 01.04.1937, Page 63
menntamál 57 eftir mætti að byggja á lögmáli hins starfræna upp- eldis. Má t. d. nefna Montessori-kerfið, skóla Decrolys og Kerschensteiners, Vínarborgarskólann, Collingsskól- ann o. m. fl. I Rousseau-stofnuninni er af miklum áliuga fylgzt með öllum uppeldis- og skólatilraunum af þessu tagi. Þær eru ræddar við margskonar tækifæri og frá ýmsum sjónarmiðum og metnar á mælikvarða hins starfræna uppeldis, þ. e. a. s. eftir því, sem ætla má, að þær fullnægi og samrýmist vaxtarlögmálum barns- ins. En liversu mjög sem dáðst er að einstökum til- raunum, eða aðferðum, þá er engu slegið föstu um það, að þessi eða hin aðferðin, eða skólakerfið feli í sér all- an sannleikann og sé liið eina rétla. Þessi starfsregla Rousseau-skólans kemur ekki aðeins fram i umræðum, heldur einnig i verki, og á það ekki sízt við um smá- barnaskóla stofnunarinnar, Maison des Petits. Þar er starfið svo fjærri því að vera lcerfisbundið sem fram- ast má hugsa sér. Ég mun síðar víkja nánar að Maison des Petits, en læt mér nægja hér að geta þess, að smá- barnaskóli þessi er einliver hinn unaðslegasti, sem ég hefi séð og kynnst og hygg ekki ofmælt, eftir þeim um- mælum, sem ég hefi um hann heyrt og lesið, að hann niuni vera einn hinn dásamlegasti skóli af því tagi í víðri veröld. Meðal þeirra uppeldishreyfinga siðari tíma, sem mik- ið eru ræddar í Rousseau-skólanum, er skátafélagsskap- urinn og kenningar skátaliöfðingjans Baden-Powells. Merkuslu hækur Raden-Powells liafa verið þýddar og gefnar út á frönsku á vegum Rousseau-skólans. P. Ro- V(?t liefir ritað bækling um Raden-Powell, sem hann telur meðal hinna snjöllustu uppeldisfræðinga fyrr og síðar. Á hinn bóginn dvlst Eovet auðvitað ekki, að upp- eldiskerfi Baden-Powells liefir allviða verið misskilið, rangfært og jafnvel misnotað. (Frh.) Sigiirður Thorlacius.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.