Menntamál - 01.04.1937, Side 74

Menntamál - 01.04.1937, Side 74
68 MENNTAMÁL Sldptax &l(job.<wix. Kennarar og kristindómur og ritstjóri Menntamála. í siðasta hefti „Menntamála" lýsir ritstjórinn frá sinum bæjar- dyrum afstöðu nokkurs liluta þjóðarinnar til trúmála, í grein, sem heitir „Trúartilfinning og harnasálarfræði“. Þannig tekur hann til máls: „Sú skoðun sýnist vera nokkuð útbreidd nú á dögum, bæði hér á landi og viða i öðrum löndum, að trúarhneigð, lotning fyrir sköpunar- og máttarvöldmn veraldarinnar, sé og hljóti að vera gagnstæð frjálslyndi og framsækni i kennslumálum, stjórn- málum, hókmenntum og yfirleitt í öllum greinum.“ Ritstjórinn samþykkir náttúrlega ekki þessa lífsskoðun fyrir sitt leyti. En aðeins það, að ritstjóri Menntamála og skólastjór- inn í mannflesta skóla landsins telur vera svona ástatt nú, er ærið íhugunarefni. Með þvi að nefnd eru kennslumál, stjórnmál og bókmenntir, geri eg ráð fyrir, að í tilsvarandi stéttum sé þessi ofannefnda lífsskoðun úthreidd, samkvæmt áliti skólastjór- ans, — og þá einnig i kennarastétt. Vígorð nútímans eru framfarir, frjálslyndi! Burt með allt, sem heftir framför og hneppir í fjötra! En nú er elclci annað að sjá, en að óákveðnum fjölda kennara sé borið á brýn, að þeir álíti, að trúarhneigðin yfirleitt, já, og lotningin — lotningin fyrir sköpunar- og máttarvöldum veraldarinnar sé og hljóti að vera gagnstæð frjálslyndi og framsækni í kennslumálum og yfirleitt í öllum greinum. Prýðilega greinilegt orðalag. En það er engu likara en lýs- ingu á einhverri voða-pest, þetta um lotninguna fyrir sköpunar- og máttarvöldum veraldarinnar, einhverjum erkióvin lífs og þró- unar. Hver er sá, er geti viðurkennt tilveru lífs-Skapandi máttar- valda, en þó álitið lotningu fyrir þeim máttarvöldum gagnstæða lífrænni framför? Nei, þetta er gagnorð og altæk lýsing á guð- leysinu svolcallaða, i róttækri mynd. Er nú kennarastéttin hrifin af slikri tileinkun i sinn garð? Eg er það ekki fyrir stéttarinnar hönd. Er þetta til þess fall- ið, að gera þá foreldra rólega, sem eitthvað kunna að hafa gagn- rýnt kennslu i kristnum fræðum hjá einstökum kennurum, sem kennt hafa börnum þeirra? Ætli slík ummæli ali ekki frekar á tortryggni foreldra til kennara í þessum sökum, og verði þá

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.