Menntamál - 01.04.1937, Side 80

Menntamál - 01.04.1937, Side 80
74 MENNTAMÁL á þessu gerð, þegar á þessu ári, í samræmi viö tillögur fræöslu- málastjóra. Kennarastéttiu lítur á hin nýju fræðslulög sem mikilsverðan áfanga í baráttunni fyrir bættum kennsluháttum, en hið eigin- lega launamál, sem hún hefir barizt fyrir undanfarið, er óieyst eftir sem áður. Mun nú þegar i stað verða hafin ákveðin bar- átta í þessu máli. Nýjustu fréttlr af skólamálum og kennurum í ýmsum löndum. Tekið eftir Monthly Information Paper, jan.-fehr. 1937. ARGENTÍNA. Almennur friðarfundur fyrir Suður-Ameríku var haldinn í Buenos Aires dagana 22.—25. nóvember 1930. Fundinn sóttu full- trúar frá Argenlínu, Uruguay, Chile, Peru, Mexico, Cuba, Puerto- Rico, Columbia og Ecuador. Aðalmál fundarins voru þessi: 1. Stöðvun vígbúnaðarins á þvi stigi, sem hann nú er. — Pjóðir af rómönskum kynstofni í Ameríku neita að feta i fótspor Norðurálfuþjóðanna um kapphlaup í vígbúnaði. 2. Rýmkun á verzlunarhömlunum. 3. Umferðafrelsi fyrir menn og málefni; skoðanafrelsi, mál- frelsi og ritfrelsi. AUSTURRÍKI. Atvinnulausir kennarar. Tala ungra kennara, sem ekki hafa fasta stöðu, er talin að vera 4—5000. Til að ráða bót á þessu ástandi, hefir kennaraskólum verið fækkað. Ennfremur hefir ver- ið fækkað börnum í hekk i smábarnaskólunum niður í 40. En aftur hafa sértrúarflokkar stofnað nýja skóla, sem taka við nokkru af nemendunum. Latína á, skv. nýjum lögum um kennaraskóla í Austurríki, framvegis að verða skyldunámsgrein, til þess að kennarar geti skilið hina katólsku guðsþjónustu. Kennslumálaráðherrann, Pretner, hefir nýlega gefið yfirlit yfir umbætur á skólafyrirkomulaginu 2 síðustu árin. Allar um- bætur á kennslunni fara í þá átl, að glæða anda kristin- dóms og þjóðrækni: lögboðnar guðsþjónustur, þjóðernis einkenni, sem bæði nemendur og kennarar eiga að bera — einnig við há-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.