Menntamál - 01.04.1937, Side 82

Menntamál - 01.04.1937, Side 82
76 MENNTAMÁL tískt frelsi fyrir kennara og að losa skólana undan áhrifum kirkj- unnar og afskiptum pólitískra flokka. (Ceski Ucitel 7.1.’37). ENGLAND. 50 barnaleikvellir hafa verið opnaðir í London og verða opn- ir þrjú kvöld i viku i sumar, undir umsjón sérfróðra manna og leikstjóra; í tveim skólum hafa verið gerðar tilraunir með að lýsa leikvelli með ljósvarpi á kvöldleikjum að vetrarlagi. Fullkomin samvinna hefir nú náðst við Mjólkursölunefnd Lun- dúnaborgar, svo að unnt sé að fá mjólk handa sem flestum börn- um. Nú fá því sem næst 325 þús. börn þar mjólk fyrir Vi penny (h. u. h. 5 aura) á dag. Tíu ára áætlun um ýmsar umbætur i skólamálum var samin af 7 sérfræðingum fyrir ári siðan. Allra-flokka ráð tiu ára áætlunarinnar hefir verið skipað ýmsum málsmetandi forystu- mönnum og hefur nú starf sitt innan skamms undir forsæti Lady Astor. Markmið þessa ráðs er með rannsóknum, fulltrúum og op- inberum ræðuhöldum að fá rikisstjórn og héraðsstjórnir lil að hrinda tíu ára áætluninni í framkvæmd. Aðalviðfangsefnin verða: Umbætur á ófullkomnum skólahúsum, afnám fátækraskólanna- (,,sium“skólanna), betra viðurværi og fleiri ungbarnaskólar. FRAKKLAND. Forsætisráðlierrann sneri i útvarpinu máli sínu til opinberra starfsmanna. Hæklcandi verðlag, sagði hann, hefir í för með sér minni kaupgelu opinberra starfsmanna. Vaknar ])á sú spurning, hvort ekki sé þörf á endurskoðun launalaganna. Þetta mál hefir verið rætt á ráðherrafundum og í viðtali við fulltrúa starfsmanna hefir forsætisráðherrann hvað eftir annað lofað þessu. Ráðu- neytið viðurkennir, að kröfur þessar séu réttmætar, en vegna fjár- hags ríkissjóðs vill það draga málið enn um hríð. í febrúar- blaði „Ecole liberatrice“ segir Dalmas, ritari S. N., að starfs- mannafélagið og ráðuneyti alþýðufylkingarinnar geti ekki skoðað sig sem andstæðinga og því verði að reyna að komast að einhverju samkomulagi, svo að starfsmenn hins opinbera geti klofið nú- verandi og aðsteðjandi efnahagsörðugleika. 13. febr. talaði Léon Blum í útvarpið og beindi máli sínu til starfsmanna ríkisins. Hann sagði, að kröfur þeirra væru rétt- mætar, en það væri áríðandi fyrir stjórnina að fara gætilega. Til þess fyrst og fremst að tryggja lánstraust ríkisins, skapa festu i vöruverði og koma jafnvægi á i fjárlögum, þyrfti hann að hafa samvinnu við hlustendur sína. „Vér vitum“, sagði hann, „að þér viljið að stjórnin verði áfram

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.