Menntamál - 01.04.1937, Síða 82

Menntamál - 01.04.1937, Síða 82
76 MENNTAMÁL tískt frelsi fyrir kennara og að losa skólana undan áhrifum kirkj- unnar og afskiptum pólitískra flokka. (Ceski Ucitel 7.1.’37). ENGLAND. 50 barnaleikvellir hafa verið opnaðir í London og verða opn- ir þrjú kvöld i viku i sumar, undir umsjón sérfróðra manna og leikstjóra; í tveim skólum hafa verið gerðar tilraunir með að lýsa leikvelli með ljósvarpi á kvöldleikjum að vetrarlagi. Fullkomin samvinna hefir nú náðst við Mjólkursölunefnd Lun- dúnaborgar, svo að unnt sé að fá mjólk handa sem flestum börn- um. Nú fá því sem næst 325 þús. börn þar mjólk fyrir Vi penny (h. u. h. 5 aura) á dag. Tíu ára áætlun um ýmsar umbætur i skólamálum var samin af 7 sérfræðingum fyrir ári siðan. Allra-flokka ráð tiu ára áætlunarinnar hefir verið skipað ýmsum málsmetandi forystu- mönnum og hefur nú starf sitt innan skamms undir forsæti Lady Astor. Markmið þessa ráðs er með rannsóknum, fulltrúum og op- inberum ræðuhöldum að fá rikisstjórn og héraðsstjórnir lil að hrinda tíu ára áætluninni í framkvæmd. Aðalviðfangsefnin verða: Umbætur á ófullkomnum skólahúsum, afnám fátækraskólanna- (,,sium“skólanna), betra viðurværi og fleiri ungbarnaskólar. FRAKKLAND. Forsætisráðlierrann sneri i útvarpinu máli sínu til opinberra starfsmanna. Hæklcandi verðlag, sagði hann, hefir í för með sér minni kaupgelu opinberra starfsmanna. Vaknar ])á sú spurning, hvort ekki sé þörf á endurskoðun launalaganna. Þetta mál hefir verið rætt á ráðherrafundum og í viðtali við fulltrúa starfsmanna hefir forsætisráðherrann hvað eftir annað lofað þessu. Ráðu- neytið viðurkennir, að kröfur þessar séu réttmætar, en vegna fjár- hags ríkissjóðs vill það draga málið enn um hríð. í febrúar- blaði „Ecole liberatrice“ segir Dalmas, ritari S. N., að starfs- mannafélagið og ráðuneyti alþýðufylkingarinnar geti ekki skoðað sig sem andstæðinga og því verði að reyna að komast að einhverju samkomulagi, svo að starfsmenn hins opinbera geti klofið nú- verandi og aðsteðjandi efnahagsörðugleika. 13. febr. talaði Léon Blum í útvarpið og beindi máli sínu til starfsmanna ríkisins. Hann sagði, að kröfur þeirra væru rétt- mætar, en það væri áríðandi fyrir stjórnina að fara gætilega. Til þess fyrst og fremst að tryggja lánstraust ríkisins, skapa festu i vöruverði og koma jafnvægi á i fjárlögum, þyrfti hann að hafa samvinnu við hlustendur sína. „Vér vitum“, sagði hann, „að þér viljið að stjórnin verði áfram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.