Menntamál - 01.04.1937, Page 83

Menntamál - 01.04.1937, Page 83
MENNTAMÁL 77 •við völd og að henni gangi vel. Hjálpið þvi til að vinna bug á erfiðleikunum, sem þér verðið, i samvinnu við stjórnina, að öðl- ast betri skilning á. Látum oss i sameiningu leitast við að finna sanngjarna og skjóta lausn málanna. Allt verður auðvelt, ef gagnkvæmt traust helzt áfram. Vort traust hafið þér í fullum mæli og vér vonum að þér haldið áfram að sýna oss yðvart traust. Vér þörfnumst þess og vitum, að vér höfum verðskuld- að það“. ÞÝZKALAND. í Þýzkalandi hefir „foringinn" ákveðið að stofna skuli nýja þjóðernissinnaskóla, er nefndir verði Adolfs Hitler-skólar. Verða þeir einn liður í félagsskap Iiitlers-æskunnar. Verða það sex ára skólar og lágmarksaldur við inntöku 12 ár. Þeir drengir einir fá aðgang að skólum þessum, sem skarað hafa fram úr í æsku- lýðshreyfingu Ilitlers. — Engin skólagjöld fyrir nemendur. GRIKKLAND. í Grikklandi hefir félagsskapur opinberra starfsmanna verið leystur upp með stjórnarúrskurði og eignir hans gerðar upp- tækar. Eignum þessa félagsskapar á samkv. úrskurðinum að verja til þess fyrst og fremst að greiða skuldir hans og það sem eft- ir verður á að renna i styrktarsjóði starfsmanna ríkisins. JAPAN. Menntamálaáðherra Japana hefir komið fram með tillögu um lengingu skólaskyldualdurs barna um 2 ár. Sem stendur er hann 6 ár þar i landi. PORTÚGAL. Kennslukonur, sem hafa í hyggju að giftast, verða að fá til þess leyfi kennslumálaráðherrans; þær verða ennfremur að útvega vottorð og áhyrgð um siðferði og borgaralega stöðu tilvonandi eiginmanna sinna og verða tekjur þeirra að vera í samæmi við tekjur kennslukvennanna. RÚSSLAND. Árið 1936 var varið til almennrar fræðslustarfsemi i Rúss- landi 13,9 billjónum rúblna; þetta ár er húizt við að sú upphæð verði 18^5 billjónir. Af þessari fjárhæð er 8.2 billj. ætlaðar til skóla, barnagarða og barnaheimila og er það um 36,2% meira en árið á undan. Þessi öri útgjaldavöxtur til fræðslumála á rót sína í því, að nú er almenn skólaskylda komin til framkvæmda og eykst þvi fjöldi

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.