Menntamál - 01.12.1938, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL
(39
sálarfræðin að láta sér að niestn leyli nægja atliuganir á
einstökum börnum, flestum úr fjölskyldum sálarfræðinga
eða iækna, sem lifðu við allt önnur efnaleg og menningar-
leg skilyrði en almenningur. Hún, að visu ásamt ýmsum
Kamtíðarmönnum, aflaði þekkingar á börnum á miklu
breiðara grundvelli ennfremur. Hún gaf og barnasálar-
fræðinni nýtt form. Fyrir Jiennar dag voru flestar bækur
um barnasálarfræði ritáðar þannig, að fylgt var þróun
iiverrar einstakrar sálarstarfsemi frá fæðingu lil fullorð-
ins ára. Til að mynda var sérstakur kaí'li um, lmgsun, ann-
ar um skynstarfsemi o. s. frv. En liún tók upp þá aðferð
að gera grein fvrir hverju þroskaskeiði um sig i heild og
sýna fram á samleik liinna einstöku greina sálarlífsins, og
hve liver var háð annari. — Aðferðir hennar eiga mjög
skylt við aðferðir ýmissa meðal liinna yngri sálfræðinga
í Bandaríkjunum, liinna svonefndu atferðisfræðinga eða
behaviourista. Atferði er grundvallarhugtak í sálarfræði
hennar. Atferði er isl. þýðing á þýzka orðinu Verhalten og
enska orðinu behaviour. Eg fann þetta orð í þjóðsögum i
mjög líkri merkingu. Á norsku er einnig notað sama orð-
ið. Þar heitir það adferd. Með atferði er átt við hverja
athöfn lífsverunnar eða nánar tiltekið liverja breytingu,
sem gerist á líffærakerfi hennar, en þó er orðið aðallega
notað í sálfræðilegri merkingu. Það er varla talað um
atferði, þegar þessar breytingar eru svo lil eingöngu lík-
amlegs eðlis svo sem melting og öndun undir venjuleg-
um skilyrðum, en aflur heyrir það undir atferði, þegar
ringulreið kemst á meltingu og: öndun af sálarlegum or-
sökum. Það er augljóst mál, að meðvitundarlíf ungra
barna verður ekki rannsakað beinlínis. Þau liafa engin
skilyrði til þess að láta i ljós það, sem þeim er í huga. Hins
vegar eru margir sálarl'ræðingar, einkum af eldri kyn-
slóðinni, sem ekkert vilja kalla sálarfræði annað en rann-
sókn meðvitundarlífsins. Afleiðingin af því vrði í raun
réttri sú, að engin barnasálarfræði væri til. Að vísu reyna