Menntamál - 01.12.1938, Blaðsíða 120
182
MEN NTAMÁL
óvinir hvors annars, ýmist dragast hvort að öðru eða hræðast
hvort annað eins og forynjur. Iiyðiskerið, hjúpað draugalegri
úthafsþoku, og niðandi friðlaust brimið við klettana, gerir lif
þessara persóna að æðisgengnu fálmi i eitthvert hálmstrá, sem
fleyti þeim aftur að strönd lifenda. — í seinustu sögunni, „Á
vegi reynslunnar", er einföld frásögn á vonsviknu ástalifi mæðgna,
sem varnarlausar standa gagnvart karlmanninum, ef hann mis-
beitir áhrifavaldi sínu. Þarna er komið inn á efni, sem virð-
ist of hversdagslegt til ])ess að vera útþvælt, að minnsta kosti
finnst manni það, þegar maður hefir heyrt Sig. Helgason segja
frá því á sinn yfirlætislausa hátt. Fyrsta sagan, „Þegar neyðin
er stærst", segir frá hjónabandssnurðu, sem höf. sléttar úr með
því að láta danskan happdrættismiða sendast inn í lif eigin-
mannins og gera hann stæltan, áræðinn og stórhuga. Þetta virð-
ist ófullnægjandi lausn og ekki nógu sennileg.
Bókin i heild ber það með sér, að Sig. Helgason er í fram-
för sem rithöfundur. Hann segir sögur sínar með þungri alvöru,
án útúrdúra, og þræðir ofl inn á hárfínustu leiðir mannlegra
tilfinninga. Hann er i rauninni ekki líkur neinum þeirra rit-
höfunda vorra, sem nú skrifa skáldsögur. Hann hefur ekki tek-
ið upp neinar stilkúnstir, hann flytur ekki ádeilur, hann leitar
ekki heldur að geðþótta neinna sérstakra stefnuhræringa i þjóð-
lífinu. Verkefni hans er maðurinn og konan, sem í dag heyja
örlagastríð sitt, eða kannski maðurinn og konan, sem háðu það
fyrir hundrað árum. Ef maður væri einbúi í Marz, og fengi þessa
bók til að lesa, sér lil afþreyingar, þá niundi maður freistast
til að álykta út frá bókinni, að á Jarðstjörnunni væri ekkert
þjóðfélag, bara fólk, sem rækist fyrir straumi örlaganna fram
og aftur, án nokkurra framígripa frá hinum stórfenglegu þjóð-
félagsstofnunum, sem raunverulega klípa og kreista þessar vesa-
lings mannhræður, eða hossa þeim um stundarsakir til gleði og
nautna. Ég er ekki að segja, að bókin sé verri fyrir þetta. En
svona er Sig. Helgason. Hann hefur tekið lil meðferðar þá þætti
tilfinningalífsins, sem markar innri baráttu hvers einstaklings
og hverrar kynslóðar, þrátt fyrir öll urnbrot og boðaföll hins
ytra lífs.
Og þar eru einnig vissulega verkefni fyrir hugsandi höfund.
G. M. M.
Frá afdal til Aðalstrætis. Ljóðmæli eftir Tngibjörgu Bene-
diktsdóttur. Reykjavík 1988.
Ljóðasafn frú Ingibjargar Benediktsdóttur kemur ekki vonum