Menntamál - 01.12.1938, Blaðsíða 126
188
MENNTAMÁL.
Bui/.l er við, að hægt verði að stofna þenna skóla mjög bráðlega.
(Sarmiento, Rosario Í5. ágúst 1938).
BANDARÍKI NORÐUR-AMERÍKU.
Fjölmennasta kennarafélag í heimi- Framkvæmastjórn Alþjóða-
bandalags kennara fékk nýlega skeyti frá kennarafélaginu i
(ihicago, þar sem tilkynnt er, að í félaginu séu 8500 félagsmenn.
Framkvæmdastjórn Alþjóðasambandsins hefir senl félaginu heilla-
óska skeyti í lilefni af fyrsta ársþingi þess, sem haldið var í
Chicago 28. okt. síðastl. (F.I.A.I.).
FRAKKLAND.
Baráttan um barnssálina. Á ársþingi Kennarasambandsins í
Frakklandi var rætt allítarlega um skólana og trúfrelsið, eins
og málið horfir við i héruðum Vestur-Frakklands. Þar stend-
ur yfir hörð barátta milli rikisskólan;ia og katólsku kirkjunn-
ar um börnin. Sýn'a skýrslur, sem fyrir þinginu lágu, að kirkj-
an hefir unnið á í sumum héruðunum.
lvirkjan byggir skóla, og til þess að fá börn i þá, beitir hún
áhrifavaldi sínu gagnvart heimilunum. Foreldrum barnanna er
neitað um syndakvittun. Neitað er um hinztu þjónustu (sakra-
mentið) þeim lil handa, sent reynast trúfrelsisskólunum trúir
fram í banaleguna. Loks er sú slaðhæfing endurtekin oftar og
oftar í tímaritum klerkanna og frá prédikunarstólum kirkj-
unnar, að trúfrelsið sé nú á dögum hin mesta undirrót spilling-
arinnar.
MEXÍKÓ.
Kennslumálaráðherrann hefir nýlega gefið út bækling, sem
ætlaður er kennurum. Bæklingurinn hefir að flytja uppeldis-
fræðilegar leiðbeiningar og mjög nákvæman fróðleik um olíu-
iðnaðinn. í innganginum, sem lil þess er ritaður að útskýra
fyrir kennurunum tilgang kennslunnar, stendur meðal annars
el’tirfarandi:
„Socialistar gera öðrum freniur ]>á kröfu lil kennslunnar, að
börnin læri, eftir ])ví sem andlegur þroski þeirra leyfir á hverju
stigi, allt það, sem þjóðfélagið, er þau lifa i, álitur að hafi líf-
rænast gildi og verðmæti. Þessi kennsla á auðvitað að fara fram
i því formi, að áherzla sé lögð á viðfangsefni lands vors í sam-
bandi við hagsmuni hins mikla fjölda, verkamannanna.
(Sugestiones para el Trabajo Escolar, Mexico 1938).