Menntamál - 01.12.1938, Blaðsíða 103
MENNTAMÁL
165
barnaverndarinnar, er sérstaklega ern tengdir og grípa
inn í dagleg störi' kennaranna, Ég veit, að barnavernd-
armálið er kennurum almennt mjög liugleikið, og þeim
eru ljósar þær skyldur, er hvila á þeim í sambandi
við framkvæmdir allar.
Þessi slntta grein er skrifuð í þeim tilgangi einum,
að vekja alhygli kennaranna á nokkrum veigamiklum
atriðum, er þeir hafa sjálfir unnið að og komið i fram-
kvæmd, og þá eigi síður á óunnum viðfangsefnum, er
ekki verða levst í framtíðinni, nema fyrir atbeina þeirra.
Reykjavík, 13. nóv. 1938.
Arngrímur Kristjánsson.
Bíkisútgáfa námsböka.
Nokkrir mánuðir eru liðnir á annað skólaárið siðan
lögin um ríkisútgáfu námsbóka gengu i gildi. Opin-
berlega hefur verið næsta liljótt um rikisútgáfuna til
þessa. Manna á meðal hefir nokkru meira verið um
hana talað, einkum þann drátt, sem orðið hefir á út-
komu bókanna. Skólar og kennarar liafa orðið fyrir
aðkasti frá sumum foreldrum, af því að bækur lief-
ir vantað í lögskipuðum námsgreinum. Meðal kennara
liefir einnig gætt nokkurrar óánægju af sömu áslæð-
um.
Hér skal enginn dómur á það lagður, livort þessar
tafir eru að einhverju leyti útgáfustjórninni að kenna,
eða hvort eingöngu valda eðlilegir byrjunarerfiðleikar.
Það er a. m. k. augljóst mál, að geysimikinn undir-
búning þarf, til þess að lilevpa jafn margþættri útgáfu-
starfsemi af stokkunum, svo að í lagi sé.