Menntamál - 01.12.1938, Blaðsíða 34
MENNTAMÁL
9(5
einnig frá Skotum um, að þingið yrði lialdið í Edinborg.
Ekki var tekin nein ákvörðun um það, hvorn staðinn skyldi
velja, lieldur var þvi vísað til framkvæmdastjórnarinnar
að skera úr, þegar hún hefði íhugað málið.
Ef til vill þvkir einhverjum það ofrausn að bjóðast til
að taka á móti þingi sem þessu hér á Islandi. Við höfum
lítið að bjóða og litið að sýna. Eg er á öðru máli um það.
Okkur er vandalaust að láta fara vel um 20—30 fulltrúa,
sem liklegir væru til að leggja leiðina liingað. Tekið er
hér á móti vandfýsnari gestum. Satt er það, að við höfum
fátt af skrauthýsum eða mannvirkjum til að sýna og státa
af. En ég hygg, að það, sem við höfum að sýna í mann-
virkjum og menningu, muni þó að minnsta kosti svara
vel til þeirra hugmynda, sem gestirnir gerðu sér fyrirfram,
og ef til vill nokkru betur. Og þeir væru að minnsta kosti
eins líldegir til þess að skilja og meta rétl menningarvið-
leitni okkar og ýmsir aðrir, sem liingað slæðast.
Guðjón Guðjónsson.
Um rannsókn á tíóni orða.
Elestir móðurmálskennarar munu vera sammála um,
að réttrilunarkennslan bafi reynzt eitthvert erfiðasta við-
fangsefni barnaskólanna. Til þeirrar kennslu er varið
löngum tíma og mikilli starfsorku, eins og líka vera ber,
])ar sem æfingar i stafsetningu og stílagerð bljóta jafnan
að vera einn meginþáttur móðurmálskennslunnar. En
margt bendir þó til þess, að allt það starf og erfiði, sem í
])á kennslu hefur verið Iagt, bafi ekki borið þann árang-
ur, sem til var ætlazt og æskilegt hefði verið, þótt einstaka
kennarar bafi með sérstakri elju og álmga náð viðunandi
árangri.