Menntamál - 01.12.1938, Blaðsíða 50
112
MEN’NTAMÁl.
sem i meðvitund aljjýðu liafa mikið gildi, en óglöggt eða
ekkert innihald, því þarf stærðfræðin að útrýma.
Ég nefni hér ekkert liinna verri dæma, það væri
,,pólitik“, en hér er meinlaust dæmi sem aðeins liefir
málfræðilega og slærðfræðilega þýðingu, en enga félags-
lega:
„Hvað kostar 1 metri af þessu silki ?“
„Hann kostar 8 krónur“.
„Hann kostar peninga".
„Hann kostar vinnu“.
„Hann kostar koss“.
Öll þessi svör eru málfræðilega og stærðfræðilega rélt.
Spurningin er eflaust málfræðilega rétt, en hún er stærð-
fræðilega röng, vegna þess að liún krefst ekki eins ákveð-
ins svars, heldur leyfir mörg ólík svör og óskvld, þó jafn-
gild. Og hvað sem málfræðilegum rökum líður þau
eru ofl ofviða alþýðu manna þá veit ég að flestir eru
mér sammála uni að það sc spjöll á tungunni, hve mjög
orðið „hvað“ þrcngir hve og hvert til hliðar. Slík dæmi eru
óteljandi, en þetta tók ég vegna þess, að sumar reiknings-
bækur okkar misnota fornafnið „hvað“ meira en nokkurt
annað orð, og þar sést glögglcga live lítið sérhæf reiknings-
kennsla orkar á hugsunina yfirleitt, er jafnvel reiknings-
biíkahöfundar hirða eigi meira um höfuðatriði stærðfræð-
innar, glöggt og rétt orðaval.
Við, sem fullorðnir erum, höfum allir numið stærðfræð-
ina sem sérgrein, óskylda öllu öðru, og því er viðhúið, að
treglega gangi i framkvæmd að sameina liana öðrum
námsgreinum. — „Hvað ungur nemur gamall fremur“.
— Langt er þó siðan menn sáu, að reikningsleikni var líl-
ils virði, ef menn kunnu ekki að beita henni við raunhæf
viðfangsefni. Þess hefir lika lengi verið krafizt, að hörn
lærðu að beila reikningskunnáttu sinni við einföld dænii
daglegs lífs. Til að fullnægja þeirri kröfu, hafa reiknings-
bókahöfundar evtl miklu rúmi, í hókum sinum, undir