Menntamál - 01.12.1938, Blaðsíða 30
92
MENNTAMÁL.
iega með blómum, Og sjálf liöfðu þau samið undragott
leikrit — ég hefði ekki Irúað þeirri getu þeirra, liefði ég
ekki verið svo lánssamur að fá að fylgjast með kennslu
Sjöliolms um skeið, og þá um leið kynnast hekknum, —
sem þau nú léku i kveðjuskyni. Og þegar þau sungu
kveðjusönginn til silfurhærða, glaðlega, síunga öldungs-
ins, mátti eigi greina, Jivor aðilinn var hrærðari, börnin
eða kennarinn.
L. G. Sjöholm er gæddur þeim undrahæfileikum, að
vera alltaf jafnungur og jafnglaður meðal litlu nemend-
anna sinna. Hann leikur sér með þeim, byggir með þeim
hús og hallir, gerir götur og garða, tekur þátt í gleði þeirra
og sorg. Hann er einn þeirra sjaldséðu manna, sem aldrei
hafa elzt eða staðnað í sínu starfi, alllaf „gengið til góðs,
götuna fram eftir veg“. Þess vegna er nú skarð fyrir
skildi í kennaraliði skólans, er Iiann hættir störfum. Það
er öllum þeim ljóst, er i veganesti á kennarabrautina hafa
fengið ráð og leiðbeiningar Iians.
Og ég er þess fullviss, að allir þeir íslendingar, sem átt
liafa ])ví láni að fagna, að kynnast skólastarfi þessa merka
manns, og ekki sízt þeir, er notið hafa kennslu hans á
námskeiðum eða í hekk lians, geyma þaðan margar hjart-
ar endurminningar og minnast nú L. G. Sjöliolms með
virðingu og þakklæti, er hann öl árs að aldri lætur af
storfum.
Gaulaborg, 3. júní 1938.
Jónas B. Jónsson.