Menntamál - 01.12.1938, Blaðsíða 78
1 10
MENNTAMÁL
einkun eða upprifjun þess, er vér áður liöfum tileinkað
oss. Við þessa tvo flokka bætast svo æfingar, sem nefna
mætti tjáningar (exercices d’expression), æfingar i því
að tjá hugmyndir sinar og tilfinningar í ræðn, riti, með
litnm, formum, tónum eða öðrum hæfilegum tækjum.
Við yngstu börnin ber uppalandanum einungis að nola
lilutrænar aðferðir. Itarnið verður að lifa atburðinn, þvi
að þá aðeins nær bann að orka á sálarlíf þess eftir hinum
áhrifamestu Jeiðum (handa og augna), og einnig vegna
þess, að á þann hátt verður barnið gagnteknast af áhuga.
Fyrst þegar kennarinn er viss um, að barnið hafi öðlast
reynsluforða, sem það hefir aflað sér með eigin skynfær-
um og athöfnum, getur hann farið að grípa til þeirra
huglægu tækja, sem við köllum orð. Sé eigi þannig að
farið er kennslan blekking.
Áríðandi er, að um sanna, raunhæfa athugun harnsins
sé að ræða. Slik athugun getur ekki átl sér stað án hluta,
án lifandi jurta eða dýra, án staðrevnda, án beinnar snert-
ingar við veruleikann. Allt annað er gagnslaust kák, af-
leiðing þess ólieilla vana, að sætta sig við það næst bezta.
Þannig er athugun á stoppuðum dýrum, þurkuðum jurt-
um, myndum og teikningum, næsta áhrifalítil, af þvi að
iiún gefur barnshuganum ekki tækifæri til að veita hin-
um sönnu fyrirbrigðum náttúrunnar viðtöku gegnum
helztu skvnfærin. En einmitt þau vekja mestan áliuga,
eru liklegust til að varðveitast í endurminningunni og
jafnframt sérhverjum til mestra nytsemda. Og þegar um
það er að ræða, að rifja upp það sem skoðað hefir verið,
þá er meira að segja vænlegra til árangurs, að nota teiku-
ingar barnanna sjálfra, hluti, sem þau liafa safnað og á-
höld, sem þau hafa búið (il i kennslustund eftir því sem
efni stóðu til.
Kennarinn ætti því að gera áætlun um áhugaþælti þá,
sem hann ætlar að beina náminu að, svo að hann geti haft
liandbært efni það, sem hann kann að þurfa á að halda