Menntamál - 01.06.1955, Page 8
70
MENNTAMÁL
samkeppnisfærar á heimsmarkaðinum nema vel sé vand-
að til menntunar þeirra, sem að framleiðslustörfum vinna.
Við getum verið á ýmsu máli um það, hversu æskileg þessi
þróun mála er og haldið því fram, að við þurfum ekki að
elta ólar við þeirra siði í þessu efni. En það [er] víst, að
þessar þjóðir skipa ekki skólamálum sínum út í bláinn.
Þær vita vel, hvað þær eru að gera.
Þær hafa einnig kynnzt því, hvernig þær þjóðir eru á
vegi staddar, sem hafa vanrækt uppeldismál sín. Nú eftir
styrjöldina hefur allmikið verið að því gert að aðstoða
þjóðir, sem dregizt hafa aftur úr í atvinnuháttum. Minnst-
ur vandi hefur reynzt að reisa fyrir þær verksmiðjur og
afhenda þeim vélar. Hitt hefur reynzt torveldara að kenna
þeim að hagnýta sér þessi tæki.
Við gerum okkur þess ef til vill ekki alltaf ljósa grein,
hvers virði það hefur verið sjálfstæði okkar hin síðari
ár að eiga á að skipa þjálfuðu starfsliði í ýmsum grein-
um eða liði, sem hægt hefur verið að þjálfa á skömm-
um tíma. Við hefðum tekið betur eftir því, ef við hefð-
um verið háðari öðrum þjóðum en við höfum verið í
þeim efnum.
Annað hlutverk, sem hin almenna skólafræðsla hefur
gegnt, er það að gera mögulegar ýmsar þjóðfélagslegar
ráðstafanir og yfirleitt gera menn hæfa til að lifa í nú-
tíma-þjóðfélagi. Má þar ekki sízt nefna ráðstafanir í heil-
brigðismálum. Það þykir harla erfitt verk að láta óupp-
frætt fólk (að) taka leiðbeiningum í þeim efnum og yfir-
leitt að láta það semja sig að nauðsynlegum hollustuhátt-
um. Hún er t. d. óskráð sú saga, hvern þátt íslenzkir skól-
ar hafa átt í því að bæta um þrifnað í landinu.
Elztu opinber fyrirmæli um uppfræðslu almennings
varða kristindómsfræðslu og lestrarkennslu. Voru gefnar
út nokkurar tilskipanir þess efnis á 17. og 18. öld. Sú
þeirra, sem lengst var í gildi, er frá árinu 1790. Segir