Menntamál - 01.06.1955, Page 16
78
MENNTAMÁL
Gallar landsprófsins felast einkum í því ófrelsi, sem það
leggur á kennsluna. Kröfur þess eru klipptar og skornar,
og er sennilega erfitt að komast hjá því. Kennurum er
nauðugur einn kostur að beygja sig undir ofurvald þeirra.
Ráðrúm til frjálsra vinnubragða verður lítið. — Um það
var samþykkt áskorun til fræðslumálastjórnar á fundi
héraðs- og gagnfræðaskólastjóra í sept s. 1. að fækka lands-
prófsgreinum. Mundi það auka talsvert frjálsræði kennsl-
unnar. Sumir skólastjóranna voru þessu andvígir og
færðu einkum þau rök fyrir máli sínu, að landsprófið
væri dreifbýlinu svo mikilsverð réttindi, að þeir vildu
ekki láta hrófla neitt við því af ótta við, að þá yrði það
af þeim tekið. Að þessu leyti virðist landsprófið því hafa
náð tilgangi sínum.
Af hálfu Menntaskólans í Reykjavík hafa komið fram
kvartanir um það, að margir þeirra nemenda, sem stand-
ast landspróf með meðaleinkunn 6 í landsprófsgreinum,
séu ekki færir um að stunda menntaskólanám. En það er
algjört framkvæmdaratriði að ákveða kröfur til að stand-
ast inntöku í menntaskóla. Lögin mæla ekkert fyrir um
það, og því ekki við þau að sakast.
Þegar milliþinganefndin hafði ákveðið að leggja til, að
skólaskylda skyldi lengjast um einn vetur, þurfti að ráða
fram úr því, hvort sá vetur skyldi bætast við barnaskól-
ann og þá takast af gagnfræðaskólunum eða hvort hann
skyldi heyra til gagnfræðastiginu.
Ef fyrri kosturinn hefði verið valinn, hefðu barnaskól-
arnir orðið 8 ára skólar, en gagnfræðaskólar tveggja ára.
Þótti það óhagkvæm skipting. Eins þótti það illa ráðið að
hafa þennan eina skyldunámsvetur stakan. Eins vetrar
skóli hefir marga ókosti. Erfitt er að gera nám samfellt
á svo stuttum tíma. Niðurstaðan varð því sú að tengja
saman tvo síðustu skyldunámsveturna. Það er kallað, að
þeir tilheyri gagnfræðastiginu, en annars er tilhögun á