Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Side 35

Menntamál - 01.06.1955, Side 35
MENNTAMÁL 97 Reikningur: Sýningarefni er útbúið á sama hátt og lestextar, þ. e. a. s., dæmi eru vélrituð á gagnsæjan pappír og útbúnar sýningarplötur. Þannig má æfa margföldunar- töfluna, létt samlagningar- og frádráttardæmi. Og mun það, ef vel er á haldið, gefa góða raun. En auk þess er hægt að setja á plötur erfiðari dæmi til hraðsjársýninga, til að æfa börnin í hraða og öryggi við reikningsstarfið. Hraðsjárvél þessa má að sjálfsögðu nota á fleiri vegu og í öðrum greinum. En bæði er rúm hér takmarkað, og svo er enn takmörkuð reynsla af notkun vélarinnar hér á landi. Þykir því réttast að láta nánari lýsingu bíða. Við þetta má svo bæta því, að hægt er, með aðstoð hrað- sjárinnar, að sannreyna lestrargetu fullorðinna. Er þá störfum, að sjálfsögðu, hagað á nokkuð annan veg en þegar um getulítil börn er að ræða. Meginkostur vélar þessarar er auðvitað hraðsjáin, og að hægt er að sýna við dagsbirtu. Það eykur og á gildi vél- arinnar, að hún er ekki sérlega dýr í rekstri, með því að nota má sama efnið hvað eftir annað, (þ. e. plöturnar). Kostur er það og, hve mikið er hægt að útbúa í skólanum. En vélin er dýr. Hún kostaði með efni og lausum varahlut- um, komin úr tolli, á 7. þúsund krónur. (Framleiðandi: Keystone view Company, Meadville, Penna U. S. A.) Að lokum skal svo á það minnt, að þó að vél þessi kunni að reynast hentug við kennslu og nám, þá hefur hún sínar takmarkanir, eins og allar vélar. Hvað sem vélum og kennslutækjum líður, varðar mestu um árangur, hver á heldur. Engin vél getur komið í stað góðs kennara. En hentug vél og gott kennslutæki getur orðið áhrifaríkt 1 höndum góðra og hugkvæmra kennara. 0g margt af því, sem gert er með þessari vél, er hægt að gera án hennar, sé viljugur, skilningsríkur og hug- kvæmur kennari að verki. Samt getur ekkert komið í stað hraðsjárinnar. 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.