Menntamál - 01.06.1955, Page 35
MENNTAMÁL
97
Reikningur: Sýningarefni er útbúið á sama hátt og
lestextar, þ. e. a. s., dæmi eru vélrituð á gagnsæjan pappír
og útbúnar sýningarplötur. Þannig má æfa margföldunar-
töfluna, létt samlagningar- og frádráttardæmi. Og mun
það, ef vel er á haldið, gefa góða raun. En auk þess er hægt
að setja á plötur erfiðari dæmi til hraðsjársýninga, til að
æfa börnin í hraða og öryggi við reikningsstarfið.
Hraðsjárvél þessa má að sjálfsögðu nota á fleiri vegu
og í öðrum greinum. En bæði er rúm hér takmarkað, og svo
er enn takmörkuð reynsla af notkun vélarinnar hér á
landi. Þykir því réttast að láta nánari lýsingu bíða.
Við þetta má svo bæta því, að hægt er, með aðstoð hrað-
sjárinnar, að sannreyna lestrargetu fullorðinna. Er þá
störfum, að sjálfsögðu, hagað á nokkuð annan veg en
þegar um getulítil börn er að ræða.
Meginkostur vélar þessarar er auðvitað hraðsjáin, og
að hægt er að sýna við dagsbirtu. Það eykur og á gildi vél-
arinnar, að hún er ekki sérlega dýr í rekstri, með því að
nota má sama efnið hvað eftir annað, (þ. e. plöturnar).
Kostur er það og, hve mikið er hægt að útbúa í skólanum.
En vélin er dýr. Hún kostaði með efni og lausum varahlut-
um, komin úr tolli, á 7. þúsund krónur.
(Framleiðandi: Keystone view Company, Meadville,
Penna U. S. A.)
Að lokum skal svo á það minnt, að þó að vél þessi kunni
að reynast hentug við kennslu og nám, þá hefur hún sínar
takmarkanir, eins og allar vélar. Hvað sem vélum og
kennslutækjum líður, varðar mestu um árangur, hver á
heldur. Engin vél getur komið í stað góðs kennara. En
hentug vél og gott kennslutæki getur orðið áhrifaríkt 1
höndum góðra og hugkvæmra kennara.
0g margt af því, sem gert er með þessari vél, er hægt
að gera án hennar, sé viljugur, skilningsríkur og hug-
kvæmur kennari að verki. Samt getur ekkert komið í stað
hraðsjárinnar.
7