Menntamál - 01.06.1955, Side 40
102
MENNTAMÁL
einhver orð, kunna ekki regluna eða geta ekki beitt henni,
þá er stundum enginn nærstaddur, er veit betur eða getur
hjálpað, engin handbók til að fletta upp í. Stafsetning
og stílagerð ekki árennileg til að leita í henni að einu orði.
Ekkert til hjálpar. Nú, þá fær þetta bara að eiga sig.
Ef börnin hefðu hentuga og góða handbók, myndu flest
venjast á að leita í henni og fá þar svar í stað þess að
gefast upp eða láta reka á reiðanum. Slíka bók eiga börn-
in einnig að fá að nota í skólanum, fletta upp í henni allt
að einu þar, þegar þau gera skólastíl. Þá mun ekki líða á
löngu, þar til þau læra að meta gildi hennar og komast
upp á að nota hana eftir því, sem þörf krefur.
Nú er ekki með þessu sagt, að engin stafsetningarregla
skuli lærð. Að sjálfsögðu læðir kennarinn þeim einföld-
ustu inn í samtölin um þessi mál. Þá væri og ekki ónýtt,
ef börnin uppgötvuðu sjálf eitthvað þess háttar, eða kenn-
arinn gæti komið því svo fyrir, að þeim íyndist sjálfum
athugandi að læra undantekningarlausa reglu. Það yrði
áreiðanlega vinsælla en fyrirsetning og myndi ekki síður
geymast í minni, e. t. v. mun betur.
Ég hef sjálfur langa reynslu í því að nota orðabók í
barnaskóla, einnig í því að láta börnin búa til lítil orða-
kver, gera vinnubækur í réttritun, o. fl. þ. h. Allt hefur
þetta gefizt mér betur en reglu-aðferðin. Hún er of fræði-
leg, fyrr en þá börn eru komin um fermingu og þar yfir.
Ymiss konar kappleiki og „spennandi“ viðfangsefni er
hægt að hafa, ef orðabók er til staðar fyrir alla nemend-
urna, og getur framhaldið oft orðið ákjósanlegt heima-
starf. En það er einmitt heimastarf í stafsetningu, eigin
leit og vinna, sem þarf að komast á. Til þess er hand-
bókin í stafsetningu bezta undirstaðan.
Bókina Stafsetning og stílagerð mætti svo áreiðanlega
stytta um helming, málfræðina einnig. Ritæfingar Ársæls
Sigurðssonar eru að ýmsu leyti hentug byrjendabók, en
ég hef ekki átt þess kost að reyna hana svo neinu nemi.