Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 62

Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 62
124 MENNTAMÁL Kennarar þessir telja bekkjarbókasafn hafa ómetan- legt gildi í skólastarfinu, og vera vinsælt af börnunum. En það er miklum erfiðleikum bundið að koma upp bekkj- arbókasöfnum, þar sem tví- og þrísett er í kennslustofur. Kennarinn þarf að hafa læsta hirzlu fyrir safnið. Erfitt er að flytja söfn milli bekkja, en ekki geta allir kennarar alltaf haft sömu stofurnar ár eftir ár. En reynslan bendir ótvírætt til þess, að styrkja beri kennara eftir föngum til þess að koma upp bekkjarbókasöfnum og halda þeim í horfinu. Kemur þá m. a. til álita að skipta nokkrum hluta lesflokkasafns, þar sem það er til, milli bekkjarbókasafna, fá til þeirra nokkurn stofnstyrk og hafa t. d. blaðaútgáfu eða skemmtanir í skólunum til ágóða fyrir söfnin. Eins og geta má nærri, hlýtur bókakostur þessara safna að vera næsta ólíkur eftir aldri barnanna. Hjá yngstu ald- ursflokkunum verður lesefnið létt, en þyngra og fjölþætt- ara, er ofar dregur. Sumir draga í efa, að bekkjarbókasafn hafi nokkurt gildi í 7 og 8 ára bekkjum, en ég er þar á gagnstæðri skoð- un. Þótt lestrargeta barna sé ekki mikil, hafa þau fljótt ánægju af að blaða í fallegum myndabókum með léttum texta. Kennarinn, sem þekkir börnin, getur manna bezt leiðbeint þeim um bókaval, svo að þau fái til leikja eða lestrar einungis bækur, sem þau ráða við. Það er mikil- vægt, að fyrstu bækurnar, sem ungu lesendurnir fá til lestrar eða vinnu, séu þeim viðráðanlegar og að þau hafi ánægju og gleði af þeim. Handleiðsla kennarans ætti að vera trygging fyrir því, að svo verði. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að hagkvæmt getur verið að kenna börnum í föndur- eða handavinnutímum að gera við bækur, líma rifin blöð, festa laus blöð og líma á kili. Síðar, eða í framhaldsskólum, ætti að leggja meiri áherzlu á bókband, en nú er gert. Ég tel reynsluna hafa leitt í ljós, að stefna beri að því, að bókasafn verði í hverjum bekk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.