Menntamál - 01.06.1955, Page 67
MENNTAMÁL
129
mestu ítrekun á fyrri auglýsingu, en nú er einnig vísað
til leiðbeininga um skólalækningar eftir Guðmund Hannes-
son í Læknablaðinu 1917.
Árið 1926 skrifar Guðmundur Hannesson mjög ýtar-
legar leiðbeiningar í Heilbrigðisskýrslurnar um skoðun
skólafólks, eftirlit með húsakynnum og starfsfólki skól-
anna. Greinin er skrifuð í samráði við heilbrigðisstjórn-
ina. Ekki verður þó séð, að nein lagafyrirmæli eða reglu-
gerð hafi verið sett um, að heilsugæzla í skólum skuli fram-
kvæmd samkvæmt þessum leiðbeiningum.
Ólafur Helgason, læknir, skrifar árið 1933 í Lækna-
blaðið um tilhögun eftirlitsins í barnaskólum Reykjavík-
ur, það, sem í ljós hefur komið við skólaskoðunina, og til-
lögur um framkvæmd hennar í framtíðinni.
Árið 1951 skrifar Baldur Johnsen héraðslæknir hugleið-
ingar um skólamál í Læknablaðið. Þar er þróun heilsugæzlu
í skólum hér á landi rakin og athugasemdir og tillögur
færðar fram til úrbóta.
I fræðslulögunum frá 1936 eru fyrirmæli um heilsugæzlu
í skólum og þar gert ráð fyrir, að fræðslumálastjórnin
gefi út reglugerð í samráði við heilbrigðisstjórnina. Ekk-
ert varð úr þessari framkvæmd. Lög þessi voru svo num-
in úr' gildi 1946 með nýjum fræðslulögum. Þar er öllum
fræðslumálum gerbreytt, m. a. er fræðsluskyldualdurinn
lengdur um 1 ár. I lögum þessum er gert ráð fyrir, að
skipaður verði yfirskólalæknir fyrir allt landið og fyrsta
verk hans sé að semja leiðbeiningar og reglugerð um
heilsugæzlu í skólunum. Að öðru leyti er í lögum þessum
ekkert fjallað um framkvæmd eftirlitsins. Embætti þetta
hefur enn ekki verið skipað og engar leiðbeiningar eða
reglugerðir um heilsugæzlu í skólum samdar.
I berklavarnalögunum frá 1939 er þáttur um berkla-
varnir í skólum. Þessar berklavarnir í skólum höfðu þá
staðið í 20 ár.
Mér er kunnast, hvernig heilsugæzla í skólum er fram-
9