Menntamál - 01.06.1955, Page 80
142
MENNTAMÁL
ábyrgðartilfinningu nemanda gagnvart skólastarfi, og hve
lítil tilefni verða oft til að lama það.
Barn, sem heyrir lítið gert úr námi á heimili sínu og er
jafnvel áheyrandi að hnjóðsyrðum um skóla og kennara af
vörum aðstandenda sinna, stendur á engan hátt jafnfætis
við nám því barni, sem heyrir skóla eða kennara aldrei hall-
mælt, en er miklu fremur áheyrandi að góðum orðum í garð
þessara aðila. Þetta ætti raunar að liggja í augum uppi, en
samt er það svo, að alltof fáir gera sér grein fyrir, hve hér
er um alvarlegt efni að ræða.
Ekki má skilja þessi orð svo, að skólastarfinu geti ekki
verið í mörgu ábótavant. Engum er það ljósara en skóla-
mönnum sjálfum. En allir sannir skólamenn reyna í lengstu
lög að berja í brestina og gera gott úr hlutum, sem þeir eru
oft og tíðum óánægðir með. Þeir vita, að þetta er nauðsyn-
legt vegna starfseminnar, nemendanna og þeirrar virð-
ingar, sem nauðsynlegt er, að stofnunin njóti. Kýs margur
góður kennari að sitja á sér og hafa ekki orð á hlutum,
sem honum þykja miður fara, til þess að vernda vinnu-
frið og efla ró í viðkvæmu starfi. Hins sama verður og að
vænta af góðum foreldrum, sem vilja barni sínu vel. Að
láta börn sífellt heyra nöldur út í skóla og kennara er upp-
eldisfræðilega rangt, jafnvel þótt aðfinnslur um starf þess-
ara aðila séu í einhverju réttmætar. Slíkar aðfinnslur eiga
foreldrar að flytja við kennara sjálfan, án þess að barnið
hlusti á eða viti um. Kemur það oftast að góðu gagni.
Fólki er nú alltamt að býsnast yfir langri skólavist og
miklum skólasetum og gjarnan svo börnin heyri. Kveður
stundum svo rammt að þessu, að engu er líkara en fólki
finnist það helzta lausnin á öllum vandamálum, að skóla-
vera og nám sé stytt sem mest. Um þetta má að sjálfsögðu
deila. En um hitt verður ekki deilt, að á meðan við skyld-
um barn til að læra og sækja skóla, er næsta skaðlegt að láta
það heyra, að þetta skyldustarf sé lítils virði.
Nám er starf, og öllum skyldustörfum hlýtur öðru hverju