Menntamál - 01.06.1955, Side 86
148
MENNTAMÁL
t. d. landslag og litskrúðugur gróður, er að vísu mikill
kostur að hafa litfilmu, ef rétt er á haldið og litir verða
eðlilegir, en annars er verr farið en heima setið, auk þess
sem litkvikmyndir eru um það bil tvöfalt dýrari en lit-
lausar.
Nú skal leitazt við að gera nokkra grein fyrir meginkost-
um kvikmyndar sem kennslutækis, og síðan nokkrum nið-
urstöðum af rannsóknum á árangri af skipulagsbundnum
tilraunum með kvikmyndakennslu.
1. Kvikmyndir eru öðrum tækjum betur fallnar til að
kenna um það, sem hreyfist.
Með skuggamyndum, einkum litmyndum, er hægt að
veita ljósa hugmynd um t. d. vend og lit á vefnaði. Og
þannig má sýna voðina fullunna. En hreyfinguna, at-
höfnina að vefa er aðeins hægt að sjá, þar sem vefari
vefur eða þá á kvikmynd af athöfninni.
2. Kvikmynd seiðir að sér athygli.
Það er erfitt að verjast því að horfa á kvikmynd. Líkt
má raunar segja um kyrra mynd, sem varpað er á tjald
í myrkri stofu. En hreyfingin eykur stórum á seiðmagnið.
Og myrkvunin lokar úti önnur truflandi áhrif á athyglina.
Myndin ein er sýnileg.
3. 1 kvikmynd kemur tímahugtakið fram í röð eða rás
viðburða.
1 kvikmyndinni er hægt að leika á tímann. Með hægfara
mynd má lengja hann, en stytta hann með hraðfara mynd.
Hægfara mynd er gerð með því að taka kvikmyndina á
meiri hraða en venjulega. Eðlilegur hraði er 16 myndir
á sek. í þögulli kvikmynd, en 24 í tónmynd. Séu aftur á
móti teknar t. d. 8 myndir á sekundu, verður hraðinn tvö-
faldur eða þrefaldur, þegar sýnt er.
Brellur af þessu tagi geta verið ágætar við að gera
fræðslumyndir af starfsemi, sem er svo hægfara, að augað
greinir hana ekki. Svo er til dæmis, þegar gras grær. Sé