Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Page 86

Menntamál - 01.06.1955, Page 86
148 MENNTAMÁL t. d. landslag og litskrúðugur gróður, er að vísu mikill kostur að hafa litfilmu, ef rétt er á haldið og litir verða eðlilegir, en annars er verr farið en heima setið, auk þess sem litkvikmyndir eru um það bil tvöfalt dýrari en lit- lausar. Nú skal leitazt við að gera nokkra grein fyrir meginkost- um kvikmyndar sem kennslutækis, og síðan nokkrum nið- urstöðum af rannsóknum á árangri af skipulagsbundnum tilraunum með kvikmyndakennslu. 1. Kvikmyndir eru öðrum tækjum betur fallnar til að kenna um það, sem hreyfist. Með skuggamyndum, einkum litmyndum, er hægt að veita ljósa hugmynd um t. d. vend og lit á vefnaði. Og þannig má sýna voðina fullunna. En hreyfinguna, at- höfnina að vefa er aðeins hægt að sjá, þar sem vefari vefur eða þá á kvikmynd af athöfninni. 2. Kvikmynd seiðir að sér athygli. Það er erfitt að verjast því að horfa á kvikmynd. Líkt má raunar segja um kyrra mynd, sem varpað er á tjald í myrkri stofu. En hreyfingin eykur stórum á seiðmagnið. Og myrkvunin lokar úti önnur truflandi áhrif á athyglina. Myndin ein er sýnileg. 3. 1 kvikmynd kemur tímahugtakið fram í röð eða rás viðburða. 1 kvikmyndinni er hægt að leika á tímann. Með hægfara mynd má lengja hann, en stytta hann með hraðfara mynd. Hægfara mynd er gerð með því að taka kvikmyndina á meiri hraða en venjulega. Eðlilegur hraði er 16 myndir á sek. í þögulli kvikmynd, en 24 í tónmynd. Séu aftur á móti teknar t. d. 8 myndir á sekundu, verður hraðinn tvö- faldur eða þrefaldur, þegar sýnt er. Brellur af þessu tagi geta verið ágætar við að gera fræðslumyndir af starfsemi, sem er svo hægfara, að augað greinir hana ekki. Svo er til dæmis, þegar gras grær. Sé
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.