Menntamál - 01.06.1955, Page 98
160
MENNTAMÁL
að hrepparnir geti ráðið, hvort þeir haldi smáskólunum,
jafnvel þó að bekkjardeildir séu aðeins 2, en annars miðar
nefndarálitið að stækkun skólahéraða og byggingu stórra
skóla. Bent er á nauðsyn þess að styrkja af opinberu fé
þá, sem þurfa að koma börnum fyrir, meðan á skóla stend-
ur. Nefndin fellst átillögur ráðuneytisins um stytzta skóla-
tíma í sveitaskólum, 19—21 viku í eldri deildum og 19 vikur
í yngri deildum, sem má þó fækka um eina, ef eldri deild-
irnar starfa 20 vikur eða meir. Leggja ber meiri áherzlu en
nú er gert á hagnýtar námsgreinar, og því ber að afnema
þau höft, sem lögð hafa verið á að byggja kennslustofur
fyrir ýmsar sérgreinar.
Þeir skólar, sem aðeins kenna annan hvorn dag, skulu
notfæ’ra sér heimild til að kenna 4 daga vikunnar.
Nefndin vill koma á 8 ára skyldunámi svo fljótt sem auð-
ið er.
Meginkafli í nefndarálitinu fjallar um fjárhagsmál og
styrkveitingar. Lögð er áherzla á, að afnema þurfi hið allra
bráðasta skólagjöld og hvers konar útgjöld í öllum skólum.
Prófgjöld eiga að geta lagzt niður frá og með fjárhags-
árinu 1955—56. Bent er á nauðsyn þess að setja nýjar
reglur um styrkveitingar til allra unglinga í framhalds-
skólum. Meiri hluti nefndarinnar álítur, að í stað styrkja
geti komið lán, en minni hlutanum þykir varhugavert, að
unglingar þurfi allt frá 16 ára aldri að taka lán. Þá nem-
endur, sem búa f jarri skóla, getur þurft að styrkja til ferða-
laganna.
Loks ber nefndin fram þá ósk, að sem fyrst verði komið
á fót nefnd til að endurskoða lög um ríkisframlag til skóla,
jafnt æðri sem lægri.
I umræðum þingsins kom í ljós, að allir flokkar voru til-
lögunum hlynntir og sammála um nauðsyn þeirra.
Húsnæðisskortur háir öl!u skólastarfi í Noregi. Hefur
hann m. a. valdið því, að víða hefur ekki verið hægt að