Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 56
166
MENNTAMÁL
keppni við vinsæl miðlunartæki, svo sem kvikmyndir, út-
varp og sjónvarp.
Kennarinn hefur að sjálfsögðu minni afskipti af nem-
endunum, er þeir vinna sjálfstætt. Mljóðlesturinn krefst þó
af kennaranum ýmiss konar aðstoðar og eftirlits. Hann þarf
að leitast við að vekja áhuga þeirra og stuðla að jiví, að Jreif
lesi sér til gagns. Börnin eiga að vita, að kennarinn fylgist
með starfi þeirra og væntir árangurs. Hann spyr um ýmis
mikilvæg atriði, fær þeim verkefni til að leysa annaðhvort
munnlega eða skriflega, lætur jrau endursegja eða gera út-
drátt, ræðir við jaau um efni, sem hann finnur, að hala orð-
ið þeim hugstæð o. s. frv. Gott er, að börnin fái æfingu í
að lesa með ákveðið markmið í huga. Mikill munur er á,
hvort lesið er til þess einungis að láta hugann hrífast af
skemmtilegum atburðum eða til að gera grein fyrir cfni.
Gagnvart hinu síðarnefnda skiptir einnig máli, með hvaða
hætti barnið á að gera grein lyrir árangri sínum, hvort það
á t. d. að lesa upp, endursegja, geta stuttan útdrátt, linna
ákveðin þekkingaratriði eða gera sér grein fyrir aðalatrið-
um og niðurstöðu. Umfram allt skyldi leggja áherzlu á, að
nemendur lærðu að skynja mun á )rví, hvort lesið er cin-
ungis til að átta sig á aðalatriðum tiltekins efnis eða læra
það sem lexíu. Ollum er mikil nauðsyn að þekkja skil aðal-
atriða og aukaatriða, og í því skyni er þörf sérstakra æf-
inga. Þegar nemandi fær verkefni í hljóðlestri, á hann jafn-
framt að fá að vita, með hvaða hætti hann á að gera grein
fyrir árangri sínum. Verkefnin má leggja fyrir nnmnlega
eða skriflega, og svör nemenda geta líka verið munnleg eða
úrlausnir þ'eirra skriflegar. Að úrvinnslunni geta Jreir unn-
ið hver og einn fyrir sig eða í hópum cl tir atvikum. Aðalat-
riðið cr, að allir fái viðfangsefni við sitt hæfi.
Á unglingastigi þarf að venja nemendur á að beita dóm-
greind og gagnrýni. Verkefnin ætti að velja Jrannig, að jreir
þyrftu að taka afstöðu, meta boðskap og staðhæfingar með
hliðsjón af eigin reynslu þannig að þeir komist að raun um,