Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 63

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 63
63 prestar vorir skuli vanrækja þetta, eins og því miður alla sálgæzlu. Erlendis mundi það Þykja bágborinn sáluhirðir, sem svaraði, þegar einhver bæði hann um að biðja með sjer: „Jeg treysti mjer ekki til þess af því að jeg er óundirbúinn“.(!!) 5. Af því að sambænin er svo þýðingarmikill vitnisburður gagnvart öðrum. Það er áhrifameira fyrir þá, sem eru viðstaddir, þegar t. d. skikkanlegur sjáif- byrgingur „eins og fólk er flest“, allt í einu varpar frá sjer sjálfbyrgingsskapnum, krýpur og biður: „Guð vertu mjer syndugum líknsamur, Drottinn miskunna þú mjer“, heldur en þó haldin væri löng og skorin- orð prjedikun. Jeg get vitnað um það af eigin sjón, enda er það auðskilið. — Margir guðhræddir foreldrar spyrja áhyggjufullir: " „Hvað getum vjer gjört svo að börnin okkar varpi ekki frá sjer barnatrú sinni, þegar þau koma út í heiminn?" —Svarið er fremur öllu þetta: „Láttu þau sjá að trúin sje kraptur í lifi sjálfs þin. Pau muna betur eptir lífi þínu en áminningum. Það er til lítils að segja þeim „að lesa bænirnar sínar“, ef þau verða lítt vör við að þú biðjir sjálfur. Bið daglega með börnum þínum, og hættu því ekki þótt þau sjeu fermd. — Og ef þú átt erfitt með að laga i!la vaninn eða Ijettúðugan uugling, sem þjer er annt um, þá reyndu að fá hann til að vera hjá þjer, þegar þú biður kvöldbæn þina eða morgunbæn, og mun þjer roynast það áhrifameira en átölur. — -— Þegar menn íara að biðja hátt saman, vekur það alstaðar mikla eptirtekt; fólk fer

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.