Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 40
278 Georg Brandes: | IÐUHN hafa verið settir. Hann mæltist til þess, að matvæli og skip yrðu send Bandamönnum í skyndi; og þegar frönsku sendiboðarnir komu skömmu síðar, létu þeir hið sama uppi: Kafbátarnir svelta oss inni, sendið nú þegar skip og matvæli! (sjá meðal annars Pear- son’s Magazine, New York, July 1919). Þýzkaland og Austurríki réðu því í raun réttri lögum og lofum á þeim tíma í Evrópu. Ameríka frelsaði Bandamenn og bar sigur úr být- um í styrjöldinni. Er hægur vandi að fullyrða hið gagnstæða, því að pappírinn er þolinmóður. Honum er svipað farið og frekjunni, að hann roðnar aldrei. Það orkar og ætíð tvímælis, hvort segja beri satt eða eigi; og að því er til lyginnar kemur, skal það hreinlega viðurkent, að þorri manna eru sannir mat- hákar á hana. Þeim finst lygin safamikil, sem steikt er í fréttaslofunum opinberu og borin á borð með ritskoðun sem útálát, miklu bragðbetri heldur en einfaldur óbrotinn sannleikurinn. Fyrir því eru og þeir, sem framreiða lygina, virlir og heiðraðir og hljóta að launum ríílegt þjórfé jafnt frá alþjóð manna sem stjórnum landanna. En ummæli frönsku og ensku sendimannanna, sem mælt voru í áheyrn helztu manna Norður-Ameríku vorið 1917, sanna það Ijóslega, að sá maður, sem 1916 hét á heilbrigða skynsemi evrópisku stjórnanna án þess að búast við frekari happasælum árangri — og bygði á þeim grundvelli, að báðir styrjaldaraðiljar væru því nær jafnsterkir, heíir siður en svo gert of mikið úr mætti Þjóðverja, en litið frekar of stórt á liðsafla Englands, Frakklands og Ítalíu, og fyrir því beint til þeirra áskoruninni þeim í hag. Mátti engan á þeim tíma gruna, að Ameríka legðist óskift á sveif ineð öðrum styrjaldaraðiljanna. En höfundi þessara lína virtist þó eigi með öllu örgrant um, að svo

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.