Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 48
286
Georg Brandes:
[IÐUNN
7.
í greininni »Stöðugur jarðskjálfti« var mint á
ummæli Wilsons í sept. 1918: »Hlutdrægnislaust
réttlætið má eigi gera nokkurn greinarmun á þeim,
sem vér viljum auðsýna réttlæti og hinum, sem við
eigi viljum láta njóta þess«. Samkvæmt þessu lét
hann hluta af Prússlandi af hendi við Pólland og
Shanlung af hendi við Japan!
Og bætum hér við loddaraleik þeim, sem skilningi
allra manna er of vaxinn og alþjóðabandalagið leikur.
Þetta bandalag er bygt á þeim grundvelli, að alt sé
samþykt í einu hljóði. En hvernig ætti bandalagið
nokkuru sinni að geta fengið Þýzkalandi þýzka hluta
Prússlands aftur eða Kína Shantung, þegar í fyrra
alriðinu þarf samþykki Póllands, í síðara Japans?
Leiðlogi brezka verkamannaílokksins, Ramsay
Macdonald, skrifar í Glasgowblaðið »Forward«:
»Ákvæði friðarsamninganna eru einungis refsidómur
yíir heilli þjóð — — þýzku þjóðinni á að fækka um
milljón íbúa, og þýzka verkamenn skal gera að
fjárhagslegum þrælum annara þjóða um óákveðinn
tíma. Regluskipuð verkmannafélög allra evrópiskra
ríkja hafa fordæmt frið þenna«.
Jafnvel H. G. Wells, sem í styrjöldinni reyndist
öðruvísi en búast hefði mált við, af manni með lians
góðu greind og margvíslegu hæfileika, skrifar nú:
»Heimskingjar þeir, sem hamast í blöðunum yfir
hermdarverkum kafbátanna, eru sér eigi meðvitandi
um sína sök á þyí, hvernig nú er komið í heimin-
um . . . Vér hefðum getað lifað í sólskini frelsis og
öryggis, en drögum fram lílið í kúgun og kulda, af
því að vér liggjum í ófriði við náunga vorn. Gamalt
arabiskt spakmæli segir svo: ,Drep óvin þinn eða
far með hann sem vin‘«.